Saga - 1969, Side 66
62
ÓLAFUR EINARSSON
bendir þó til, að hér hafi aðeins verið um undirbúnings-
stofnfund félagsins að ræða. Þó hafa félagslög og launa-
kröfur verið ræddar, en formlega taka lögin ekki gildi fyrr
en 1. maí 1897. Störf í félaginu hafa þó verið hafin, og
vetrarmánuðina hafa félagsmenn viljað nota til að treysta
samstöðu innbyrðis og ræða málin við vinnuveitendur.
Ætlun þeirra hefur verið að vinna að þessu óáreittir, og
voru forystumenn félagsins gramir vegna fréttar Austra,
sem þeir álitu geta valdið misskilningi. Anton Sigurðs-
son ritar 9. janúar sem einn meðlimur félagsins svargrein
í Bjarka og segir: „Það er satt, að verkamenn Seyðisfjarð-
ar kaupstaðar hafa myndað félag, en um framkvæmdir
þess geta menn fengið ranga hugmynd af orðum Austra.
... samtökin gilda ennþá engan, hvorki kaupmenn né
aðra; til þess kemur fyrst síðar“.76 Og misskilningurinn
lét ekki á sér standa. Fjallkonan birti grein í febrúar um
kröfur félagsins og segir félagið „ætla þannig að gera
„skrúfu“, ef vinnuveitendur sinna ekki kröfum þeirra. Það
mun vera fyrsta félag í þá átt hér á landi“.77 Síðan hefur
veri'ð gengið formlega frá lögum og launakröfum á fundi
félagsins í apríl, og birtist auglýsing frá félaginu í Bjarka
í apríllok, þar sem auglýstur er vinnutaxti félagsins.:
„Hérmeð tilkynnist vinnuveitendum í SeyðisfjaröarkaupstaC, að
eftir 30. þ. m. vinna meðlimir Verkmannafélagsins aðeins sam-
kvæmt þvi, sem mælt er fyrir í lögum þess og aukalögum, hvað
vinnutima og vinnulaun snertir. Þó er þeim heimilt að krefjast
hærri launa en í lögunum eru ákveðin, af þeim vinnuveitendum,
sem ekki hafa gert samninga við Verkm.félagið. Vinnuveitendur
snúi sér til þessara manna í félaginu, þegar þeir óska vinnukrafta:
Árna Sigurössonar og Teits Andréssonar á Fjarðaröldu, Einars
Helgasonar og Magnúsar Sigurðssonar á Fossi á Vestdalseyri, Jóns
Þorgrímssonar og Ólafs Þórarinssonar á Búðareyri‘‘.78
1 auglýsingunni kemur skýrt fram, að verkamenn voru
skuldbundnir til að fara eftir samþykktum félagsins.
Einnig ber auglýsingin því vitni, að einhverjir vinnuveit-
endur á staðnum hafa verið búnir að semja við félagið,
og hyggst það ná sér niðri á þeim vinnuveitendum, er