Saga - 1969, Page 67
UPPHAF ISL. VERKALÝÐSHREYFINGAR
6B
ekki samþykkja taxtann, með því að heimila hærri kaup-
kröfur á hendur þeim. Auk þess hafa þeir deildaskiptingu.
Þorsteinn Erlingsson ritar í sama tölublað Bjarka for-
síðugrein um félagið og verkalýðshreyfingu almennt og
birtir aukalög félagsins, sem í voru ákvæði um laun og
vinnutíma. Síðar prentar hann aðallög félagsins í bláð-
inu.79 Lögin gera ráð fyrir þriggja manna stjórn. 1
fyrstu stjórn voru þeir Anton Sigurðsson og Jóhannes
Oddsson, en sá síðarnefndi mundi ekki, hver sá þriðji var.80
Er ætlað, að Anton hafi verið formaður81, og styðja blaða-
skrif hans þann grun. Útdráttur úr félagslögunum, sem
birtur var, er mjög ítarlegur, skipt í 9 kafla og 23 grein-
ar. Jóhannes segir svo frá samningu þeirra: „Um þessar
mundir var á Seyðisfirði maður nokkur nýkominn frá
Vesturheimi. Hann var okkur vinveittur, samdi fyrir okk-
ur lög handa félaginu og hjálpaði okkur til að stofna það
formlega."82 Þessi maður var Bergsveinn M. Long, sem
verið hafði vestanhafs í 15 ár og tekið þátt í störfum verka-
lýðsfélaga þar. Hann var í heimsókn hjá ættingjum og fór
vestur aftur um sumarið.83 LFm markmið félagsins segir
í 2. gr.: „Mark og mið félagsins er að vernda réttindi
verkalýðsins".84 Þarna er skýlaus yfirlýsing um stéttar-
eðli og baráttumál samtakanna, og í aukalögum félagsins
eru kröfur þess fyrir árið 1897 til 1. maí 1898 settar fram.
Þar eru ákvæði um 10 tíma dagvinnu og 5 aura álag á
hvern tíma þar fram yfir. Frá 1. maí til 1. október á dag-
kaupið að vera 3 kr. eða 30 aurar á tímann, en frá 1. októ-
ber til 1. maí 2,50 kr. á dag eða 25 aurar á tímann.85 Þess-
ar kröfur voru nokkuð hógværar. Þeir hækka vetrartaxt-
aan um 5 aura, en lækka sumartaxtann um 5 eða 10 aura
á tímann miðað við það, sem áður viðgekkst. Enn fremur
heita þeir því að tryggja vinnuveitendum vinnuafl og skipa
íélagsmönnum að færa launabækur, þar sem öll störf
þeirra og greiðslur fyrir þau séu færð inn. Svo er að sjá, að
flestir vinnuveitendur hafi gengið að þessum samning-
Um.86 l féiagið gengu 60—70 manns, og segir Þorsteinn,.