Saga - 1969, Page 71
UPPHAF ISL. VERKALÝÐSHREYFINGAR 67
stofnendui*, í henni er enginn nefndur með nafni, aðeins
sagt, að „5 eða 6 erfiðismenn" hafi tekið sig saman um
að stofna félag.04 Ævisaga hans er mjög mótsagnakennd
og ónákvæm. Hún er skráð í tilefni sjötugsafmælis hans,
og koma þar fram svipuð viðhorf og hjá Ottó N. Þorláks-
syni. Við báða er rætt háaldraða. Þeir eru stoltir af þess-
um atburðum og reyna að eigna sér meira en eðlilegt getur
talizt. Jóhannes segir, að hann hafi ekki heyrt verkalýðs-
hreyfingu nefnda,95 en sér hafi blöskrað kúgun verka-
lýðsins og því „hugsað mikið um þetta mál, og méðal ann-
ars kom mér til hugar, hvort ekki væri tiltækilegt að
stofna verkalýðsfélag þarna á staðnum“.06 Síðan segist
hann hafa rætt þetta við Anton og þeir síðan fengið fleiri
til liðs við sig. Þetta hefur átt að gerast sumarið og
haustið 1896. Hann ber atvinnurekendum illa söguna, og
er það mjög ósamhljóða lýsingu Þorsteins í Bjarka og
Eimreiðinni.97 Heldur verður áð telja ólíklegt, að Jóhann-
esi hafi dottið í hug að stofna Verkamannafélagið án
þess að hafa heyrt um stéttarsamtök. Ýmsir hafa því reynt
að skýra þetta með því að benda á nærveru Þorsteins. En
Jóhannes vísar því á bug. Hann segir: „Sumir hafa skýrt
þetta á þann veg að Þorsteinn Erlingsson skáld hafi fært
okkur hugmyndina frá útlöndum og brotið ísinn fyrir okk-
ur. Þorsteinn kom ekki til Seyðisfjarðar fyrr en seinna,
ég held tveim árum síðar eða þar um bil, svo að hann gat
því miður ekki tekið þátt í stofnun félagsins; en það skal
fúslega viðurkennt, sem er satt og rétt í þessu máli, að
Þorsteinn var hreyfingunni mjög hlynntur og studdi okkur
eftir mætti, eftir það er hann kom til Seyðisfjarðar. Meðal
annars sýndi hann góðvilja sinn og vinarhug í verki með
því að sjá um að láta prenta lög félagsins og gefa okkur
ahan kostnaðinn."98 f þessari frásögn er tveggja ára
tíniaskekkja. Hann gefur Þorsteini fjarvistarsönnun, svo
að Þorsteini verði ekki eignuð hugmyndin að stofnun fé-
htgsins, en sannar nærveru hans með lokaorðunum. Þeir,
Sem skrifað hafa um Þorstein, hafa ekki gefið tæmandi