Saga - 1969, Page 73
UPPHAF ISL. VERKALÝÐSHREYFINGAR 69
gerlega andstæðar. Annar er sannfærður um þátttöku
Þorsteins í félagsstofnuninni, en hinn nýtir ekki allar upp-
lýsingar, sem hann hefur við úrskurð sinn.
Að minni hyggju er aðeins hægt að leiða miklar líkur að
þátttöku Þorsteins 1 félagsstofnuninni, en ekki fullsanna
hana með þeim gögnum, er fyrir liggja. Skrif Þorsteins í
Bjarka hafa orðið til þess að vekja verkamenn til umhugs-
unar um stöðu sína. Haustið 1896 birtir hann fréttir af
verkamannadeilum. í Evrópu. Hæst ber þar lýsingu hans á
skrúfunni miklu í Hamborg.103 Er frásögnin mjög ná-
kvæm, og af henni gátu íslenzkir daglaunamenn dregið
marga lærdóma og samanburð. Um jólin ritaði Þorsteinn
grein um frið, þar sem hann gerist boðberi „bræðraveldis
sósíalista eða jafnaðarmanna, sem útrými styrjöldum.104
Þó lítið fari fyrir slíkum frásögnum í Bjarka, er ekki ólik-
legt, að þessi mál hafi bori'ð á góma, þar sem Þorsteinn
var staddur, og því er alls ekki útilokað, að hann hafi
í'ætt þetta við verkamenn í plássinu. Slíkt gat vel ýtt
undir forystumenn daglaunamanna og bent þeim á sam-
takaleiðina, þótt slíkar orðræður gleymist í endurminn-
ingum. Á Seyðisfirði voru einnig hvað beztar aðstæður
úrið 1896 til myndunar stéttarsamtaka og forsendur fyrir
íélagsstofnun fyrir hendi, þótt frumkvæðið hefði skort
til þess tíma (sbr. upphaf). En Þorsteinn var launaður
i’itstjóri helztu vinnuveitenda á staðnum og því augljóst,
uð hann gat vart gengið fram fyrir skjöldu í röðum verka-
uianna. Aftur á móti er ólíklegt, að verkamenn hafi getað
náð samningum við vinnuveitendur án einhverra milliliða
°g þá helzt „sáttasemjara“. Til þess verks var Þorsteinn
vel fallinn, og grein hans í Bjarka105 er rökstuðningur
tyi'ir nauðsyn verkamannafélags bæði til hagsbóta fyrir
vinnuveitendur og verkamenn. Samningar þessir geta
skýrt drátt þann, sem varð á gildistöku laganna. Frásögn
Jóhannesar ein getur ekki hrundið því, að Þorsteinn hafi
komið nærri félagsstofnuninni, til þess er hún of óáreið-
anleg. Stofnun félagsins og skrif Bjarka verða þar þyngri