Saga - 1969, Page 75
UPPHAF ISL. VERKALÝÐSHREYFINGAR 71
Jochumsson gáfu út. Matthías segir í grein í blaðinu um
kjör launastéttanna í bænum:
...Iðnaðarmenn eru hér margir — allt of margir. Þvi — því má
ekki neita, — að atvinna er hér ekki teljandi fyrir aðra en þá, sem
eitthvað styðjast við verzlun og þar næst þann iðnað, sem sveita-
menn sumpart nota, svo sem trésmíði, skipa- og húsasmiði, járn-
smíði, skó- og söðiasmíði, silfur- og gullsmíði . . . Ýmsir bæjarbúar
rækta túnbletti (á Oddeyri) og halda kýr (30—40 að sumrinu), en
mikinn hlut heysins verður að kaupa að... Yfirleitt má segja, að
afkoma handiðna- og þurrabúðarfólks í bænum sé fremur knöpp, ef
ekki árar því betur. Kaupgjald er fremur lágt fyrir hversdags-
vinnu, þar nógir bjóðast til úr grenndinni, en sjaidan borgað í pen-
ingum. Að bærinn að svo komnu geti stórum vaxið, er ekki auðið
að sjá, — nema nýir atvinnustofnar spretti upp, sem og eflaust
verður smámsaman“.10 7
Kjör daglaunamanna voru knöpp, eins og fram kemur í
grein Matthíasar, og vald kaupmanna yfir þeim mikið
vegna greiðslufyrirkomulagsins og sífelldra skulda. En á
árunum 1896—97 jukust verklegar framkvæmdir til muna
í bænum. Bæjarstjórn hóf vegalagningu í bænum, og
byggingavinna var meiri en áður. Þetta hefur komið sér
vel fyrir daglaunamenn, sem áður voru algerlega bundnir
við að vinna hjá verzlunum. Verkamenn hafa því haft
dálítið frjálsari hendur og betri möguleika á þessum árum
til að reyna að stofna með sér samtök. En aðstaða þeirra
var þó öllu erfiðari en hjá verkamönnunum á Seyðisfirði.
Heimildir um Verkamannafélag Akureyrarkaupstaðar
eru mjög af skornum skammti. Eina frumheimildin er lítil
bók, sem varðveitir lög félagsins, samþykkt á fyrsta fundi
þess 19. apríl 1897 og undirrituð af 47 félagsmönnum.
Einnig er í vörzlu Verkalýðsfélagsins Einingar sjóður
gamla félagsins, er stofnendur afhentu, þegar verka-
ftiannafélag var endurreist í bænum árið 1906. Árið 1943
var rituð grein um félagið í tímaritið Vinnuna, stuðzt við
frásögn tveggja félagsmanna. Er til eitt bréf annars þeirra
um félagið, en aðrar frásagnir frá þeirra hendi glataðar.
Blöð samtímans minnast ekki á félagið. Af þessu er ljóst,