Saga - 1969, Page 79
UPPHAF ISL. VERKALÝÐSHREYFINGAR 75
Flest rök virðast því hníga að því, að félagið hafi verið
stofnað 19. apríl 1897 og þá hafi fyrsti fundur þess verið
haldinn, en Jóhannes stjórnaði honum. Þau útiloka þó
ekki tilveru óformlegra samtaka daglaunamanna um vöru-
kaup fyrir þann tíma. Ef miðáð er við félagsstofnun 19.
apríl 1897, verður að telja Verkmannafélag Seyðisfjarðar
fyrsta starfandi stéttarfélag verkamanna á fslandi. Lög
Verkamannafélags Akureyrarkaupstaðar tóku að vísu
formlega gildi 11 dögum fyrr, en félagið á Seyðisfirði
hafði starfað samkvæmt sínum lögum innan félagsins og
hafið samninga við vinnuveitendur, þótt lög þess væru
ekki birt fyrri en 29. apríl 1897. Ekki eru til heimildir um
það, að vinnuveitendum á Akureyri hafi verið kunngerð
lög Verkamannafélagsins, enda fór starf þess mjög leynt
af ótta félagsmanna við refsingar kaupmanna.
f 1. gr. laga Verkamannafélags Akureyrarkaupstaðar
er skýrt kveðið á um markmið og eðli félagsins. „Aðal-
markmið félagsins er að reyna að koma í veg fyrir skulda-
verzlun meðal verkamanna, bæta kjör þeirra og venja þá
við að hjálpa hver öðrum af fremsta megni án allrar sér-
drægni og sundrungar".116 Félagið virðist hafa ætlað að
einbeita sér að því að fá 10 tíma vinnudag viðurkenndan
og koma á kaupgreiðslum í peningum og afnema með því
skuldaverzlunina. Gætir þar líklega áhrifa frá lagafrum-
varpi Skúla Thoroddsens um kaupgreiðslur í peningum, er
hann flutti á alþingi á árunum 1893—1901, enda hafði
hann verið í framboði til alþingis í Eyjafirði. Einnig voru
ákvæði í félagslögunum um það, að félagsfundur skyldi
ársfjórðungslega ákveða upphæð dagvinnukaups. Segir
Olgeir í áðurnefndu bréfi, að þeim hafi tekizt að koma
dagvinnukaupinu úr kr. 2,00 í 2,50, en erfiðlega hafi geng-
ið að fá það greitt í peningum. Á öðru starfsári félagsins
má ætla, áð stjórnina hafi skipað þessir menn: Lárus
formaður, Kristján gjaldkeri og Olgeir ritari (sbr. bréf
Olgeirs). Greinarhöfundur í Vinnunni117 telur Lárus taka
við árið 1896 og þá hafi Jóhannes líklega verið farinn. En