Saga - 1969, Page 82
78
ÓLAFUR EINARSSON
smáprentverka. Utan Reykjavíkur voru þrjár prentsmiðj-
ur, á Isafirði, Akureyri og Seyðisfirði. Prentsmiðjurnar
í Reykjavík voru reknar í sambandi við vikublöðin, og
voru blaðaútgefendur eigendur þeirra að miklu leyti.
Prentsmiðjueigendur lögðu því áherzlu á að geta rekið
fyrirtækin sem ódýrast, og bitnaði það á prenturunum.
Mjög algengt var, að prenturum væri sagt upp, er þeir
höfðu lokið iðnnámi, en nemar teknir í staðinn, þar sem
þeir voru ódýrara vinnuafl. Aðstaðan á vinnustað var einn-
ig slæm. Kjörin voru fremur bág og mikið urn ákvæðis-
vinnu, er var óhagstæð prenturum. En öryggisleysið háði
prenturum mest, og var atvinnuleysi títt hjá fullnuma
prenturum. Athyglisverð var sú sérstaða prentara meðal
iðnaðarmanna á þessum tíma, að ekki sköpuðust andstæð-
urnar — meistarar gegn sveinum. Prentsmiðjueigendur
(þ. e. vinnuveitendur) voru ekki meistarar í iðninni, held-
ur stóðu utan stéttarinnar. Vi'ð þetta urðu hagsmunaand-
stæðurnar milli prentara annars vegar og vinnuveitenda
hins vegar enn meiri.
Áður hefur verið bent á menntun prentara, umfram aðra
iðnaðarmenný 21 og náin tengsl þeirra við andlegar hrær-
ingar og félagsmálahreyfingar jafnt heima og erlendis
vegna starfsins við blöðin og í samvinnu þeirra við for-
ystumenn í þjóðmálum. Starf þeirra hlaut að beina um-
ræðum þeirra að eigin hag. Staðsetning þeirra á fáum
vinnustöðum auðveldaði og samvinnu og stofnun samtaka.
Hið íslenzka prentarafélag hefur varðveitt fundarbækur
félagsins frá upphafi og auk þess gefið út myndarleg af-
mælisrit á 25 ára, 40 ára og 50 ára afmælum félagsins, og
er saga félagsins rakin þar. Einnig geta blöð samtímans
um félagið, svo að auðugra er um heimildir um stofnun
og starf HÍP en annarra félaga, sem getið er hér að fram-
an. 25 ára afmælisritið skýrir allítarlega frá fyrsta ári
félagsins, enda voru flestir stofnendur enn á lífi, og einn
þeirra sat í ritnefnd afmælisritsins.
Nauðsyn þess, að prentarar stofnuðu eigin samtök, hafði