Saga - 1969, Page 84
80
ÓLAFUR EINARSSON
íslandi; að koma í veg fyrir, að réttur vor sé fyrir borð
borinn af prentsmiðjueigendum; að styðja að öllu því, er
til framfara horfir í iðn vorri, og að svo miklu leyti sem
hægt er tryggja velmegun vora í framtíðinni".122 Blaðið
ísland segir svo í frétt frá stofnun félagsins: „Prentarar
hér í Reykjavík hafa nú gert með sér félagsskap til að
vernda og styrkja atvinnu sína. Ætla þeir að byrja með
því að stofna sjúkrasjóð með sama sniði og títt er meðal
atvinnubræðra þeirra erlendis . . .“123 í lögum félagsins
og blaðafrétt um stofnun þess ber ekki á kröfum frá prent-
urum um kjarabætur: Aftur á móti kemur fram strax á
fundum þess, hvað fyrst og fremst hefur knúið prentara
til stofnunar samtaka, en það var prentnemafjöldinn. Guð-
jón Einarsson hreyfir því máli strax á fundi 15. apríl, og
er nemataka Dagskrárprentsmiðj u þeim einkum þyrnir í
augum. Þetta var brýnasta hagsmunamál prentara, en auk
þess hefjast þeir handa um samningagerð. Skipuð var
nefnd til að fjalla um málið, og nefndu þeir hana „tarif-
nefnd“, og birtast dönsk áhrif þar ljóslega, enda leituðu
þeir á fyrstu árunum upplýsinga hjá danska prentarafé-
laginu.
Athyglisvert er, hve þroski félagsmanna var mikill.
Skýrasta dæmi þess eru undirtektir félagsmanna undir
tillögu forsetans um myndun sjúkrasamlags, hins fyrsta
sinnar tegundar hér á landi. En hugmynd Þorvarðs sner-
ist ekki eingöngu um það að auka samheldni og samhjálp
prentara með stofnun sjúkrasjóðs, heldur bendir hann
á, „hve slík stofnun væri nauðsynleg til að koma í veg
fyrir allan misgrun og margvíslegar ímyndanir, sem fram
kynnu að koma gegn þessari félagsmyndun“,121 Það virð-
ist hafa tekizt, eins og fréttin í íslandi ber vitni um.
Sjúkrasamlagið tók síðan formlega til starfa 18. ágúst s.
á., og lögðu prentsmiðjueigendur fram fé til sjóðsins. Hug-
mynd þessa mun Þorvarður hafa fengið frá dönskum stétt-
arbræðrum. En þetta var ekki eina hugmynd þeirra félaga
í þessum efnum, því að á þriðja starfsári var rætt um