Saga - 1969, Page 92
88
ÓLAFUR EINARSSON
um sambandslög'um sín á milli. Að svo mæltu skorum vér
sérstaklega á alla íslenzka verkamenn, konur sem karla,
að láta mál þetta til sín taka, svo að alþingi sé ekki í vafa
um vilja vorn“.137 En á alþingi um sumarið var frum-
varpið aftur fellt með 12 atkvæðum gegn 10. Ekki verður
séð, að nokkuð hafi orðið úr hótunum ísfirðinga, en áður
en alþingi kom saman árið 1899 birtist í Dagskrá áskorun
til Islendinga frá fjölmennum flokki manna á Vesturlandi.
Þar eru landsmenn hvattir til að senda áskoranir til al-
þingis, þar sem þess sé krafizt, að frumvarpið verði af-
greitt sem lög á þessu þingi. „Vér skorum því fastlega á
þjóðina að sinna þessu máli, krefjast réttar síns og sýna
þinginu vilja sinn í þessu efni nú fyrir næsta þing. Vér
skorum á ritstjórana og blaðamennina að sinna þessu
máli . . . og hvetja menn til félagsskapar, sem einn er
máttugur að gera menn að fjárhagslega sjálfstæðum mönn-
um, en undir því er að miklu leyti komið annáð sjálfstæði
manna“.138 Ekki ræða blöðin þetta mál frekar, en síra
Jens Pálsson, prestur í Görðum á Álftanesi og þingmaður
Dalamanna, flytur frumvarp á alþingi 1899 „um greiðslu
verkkaups með gjaldgengum peningum“, sem gekk mun
lengra en fyrri frumvörp Skúla. Skyldi það ná til allra
starfsmanna og daglaunamanna, er ynnu við verzlanir,
verksmiðjur og námur, háseta og verkafólks við sjávarút-
veg o. fl. Auk þess voru ákvæði um sektir við brotum á
lögum þessum. Nú brá svo við, að írumvarpið var sam-
þykkt sem lög frá alþingi me'ð samhljóða atkvæðum.139 En
konungur synjaði lögunum staðfestingar vegna formgalla,
er snerti refsiákvæði laganna. Því tók Skúli málið upp á
næsta þingi árið 1901, og var frumvarpið samþykkt 10.
ágúst það ár og hlaut konungsstaðfestingu 14. febrúar
1902.
Með því var mikilvægt baráttumál fyrstu samtakanna
búið að öðlast lagarétt. Félögin höfðu fæst snúið sér sjálf
til alþingis með kröfur um samþykkt laganna, en verka-
menn höfðu kvatt sér hljóðs á þjóðmálavettvanginum. Við-