Saga - 1969, Page 95
UPPHAF ISL. VERKALÝÐSHREYFINGAR
91
ið frumherjar íslenzkrar verkalýðshreyfingar eins og
starfsbræður þeirra í flestum öðrum löndum. Skósmiðir í
Reykjavík fylgdu í kjölfar þeirra með stofnun samtaka
til að mæta ógn breyttra framleiðsluhátta og óhefts inn-
flutnings, þótt félag þeirra væri nokkuð ólíks eðlis. Með
þessu voru tveir fámennir hópar iðnaðarmanna teknir að
þreifa fyrir sér og bindast samtökum í hagsmunabarátt-
unni. Bernskuskeið íslenzkrar verkalýðshreyfingar, 1887—
1890, var stutt, en starfið var hafið og nokkur reynsla
fengin af félagsþroska og stéttarvitund. Það var hljótt yfir
starfseminni og áhrif félaganna lítil út á við, en stofnun
þeirra var fyrirboði þess, að fleiri fylgdu í kjölfarið á
næsta áratug.
Frá stofnun sjómannafélagsins Bárunnar haustið 1894
slitnar aldrei saga íslenzkra stéttarsamtaka. Það var fyrsta
fjölmenna stéttarfélagið og áhrif þess og starf nokkuð víð-
tækt. Þar með hafði verkafólk í annarri aðalatvinnugrein
landsmanna hafið hagsmunabaráttu méð skipulögðum sam-
tökum. í sjávarútveginum voru framleiðsluhættirnir mest
þróaðir, og líta má á þilskipaútgerðina sem fyrsta stórat-
vinnurekstur á íslandi. Aukin útgerð hafði í för með sér
meiri atvinnu í landi, og því var eðlilegt, að samtök verka-
manna yrðu stofnuð skömmu síðar. Athyglisvert er, að í
apríl 1897 taka næstu þrjú stéttarfélög til starfa. Hið ís-
lenzka prentarafélag 4. apríl, Verkamannafélag Akureyr-
arkaupstaðar 19. apríl, og lög og samþykktir Verkamanna-
félags Seyðisfjarðar eru birt 29. apríl. Fyrr um veturinn
hafði undirbúningur undir stofnun samtaka farið fram,
en fyrri hluti ársins 1897 er merkur í sögu íslenzkrar verka-
lýðshreyfingar, og athugandi er, hvort sérstakar ástæður
liggja þar til grundvallar. Á næstu fjórum árum voru fjög-
ur önnur félög iðnaðarmanna stofnuð. í febrúar 1902 hafði
verkafólk á íslandi öðlazt lagarétt í einu mikilvægasta
baráttumáli fyrstu samtakanna fyrir kaupgreiðslum í pen-
ingum, og markar lagasetningin tímamót fyrir verkalýðs-
hreyfinguna hér á landi.