Saga - 1969, Page 96
92
ÓLAFUR EINARSSON
Fyrir aldamót höfðu þrjár meginstarfsstéttir íslenzks
atvinnulífs, sjómenn, daglaunamenn og iðnaðarmenn,
stofnað skipulögð samtök. Starf stéttarsamtakanna bar
ekki hátt í umróti samtímans, en launastéttirnar höfðu
kvatt sér hljóðs. Eðlilegt er að telja árabilið 1887—1901
fyrsta tímabilið í sögu íslenzkrar verkalýðshreyfingar. Því
má skipta í minni tímaskei'ð: Bernskuskeið verkalýðshreyf-
ingarinnar 1887—90 og skipulagsskeið þriggja megin-
starfsstéttanna 1894—1901. Þó er rétt að benda á, að í
apríl 1897 eru mörkuð tímamót. Næsta tímabil sögu ís-
lenzkrar verkalýðshreyfingar nær til þess, er Verkamanna-
félagið Dagsbrún var stofnað í janúar 1906, og til stofn-
unar Verkamannasambands, er fylgdi í kjölfarið.
Forvígismenn stéttarfélaga liér á landi á tímabilinu
1887—1901 og hvatamenn að stofnun þeirra höfðu ýmis
sameiginleg einkenni og reynslu að baki. Aðalforvígismenn
helztu stéttarfélaganna voru: Jóhannes Vigfússon, Ottó
N. Þorláksson, Geir Sigurðsson, Jón Jónsson, Anton Sig-
urðsson, Jóhannes Oddsson, Bergsveinn M. Long, Þor-
steinn Erlingsson, Jóhannes Sigurðsson, Þorvarður Þor-
varðsson, Friðfinnur Guðjónsson og Guðjón Einarsson.
Þessir menn höfðu forgöngu um stofnun félaganna, sátu
í fyrstu stjórn eða aðstoðuðu á annan hátt við félagsstofn-
anirnar.
Svör við eftirfarandi sex spurningum má lesa út úr töflu,
sem sett er á eftir þeim.
1. Hverjir höfðu fyrir félagsstofnun dvalizt í Kaup-
mannahöf n ?
2. Hverjir höfðu fyrir félagsstofnun dvalizt í Vestur-
heimi ?
3. Hverjir höfðu, svo að vitað sé, kynni af erlendri
verkalýðshreyf ingu ?
4. Hverjir höfðu tekið þátt í starfi gó'ðtemplararegl-
unnar?
5. Hverjir höfðu hlotið skólamenntun?