Saga - 1969, Side 100
96
ÓLAFUR EINARSSON
vert, hve fljótt eru gerðar tilraunir til stofnunar styrktar-
sjóða. Sameiginlegar skemmtanir félagsmanna voru tíðar
og fræðsluerindi um ýmis mál flutt á fundunum. T. d. fékk
Bárufélagið ýmsa borgara til að flytja erindi, m. a. Bjarna
frá Vogi. Virðast forystumenn félaganna hafa gert sér
ljósa nauðsyn þess að treysta innviði samtakanna og
mennta félagsmenn sína, áður en ráðizt væri í kröfugerð
í kjarabaráttu stéttarinnar. í kjaramálum virðast félögin
hafa fyrst og fremst stefnt að því að standa vörð um það
kaupgjald, er gilti, og fá kaup greitt í peningum, takmarka
vinnutíma og í iðnaðarfélögunum að takmarka iðnnema-
fjölda.
Hagsmunasamtök verkafólks, sem hér hefur verið fjall-
að um, má flokka eftir eðli þeirra og skipulagi. Félög sem
falla undir nútímaskilgreiningu á stéttarfélögum eru
Prentarafélagið eldra, Sjómannafélögin, Báran nr. 1 í
Reykjavík og Báran nr. 2 í Hafnarfirði, Verkamannafélag
Akureyrarkaupstaðar, Verkmannafélag Seyðisfjarðar og
HfP. Þau voru öll staðbundin stéttarfélög verkafólks í
ákveðnum atvinnugreinum. Þau voru lýðræ'ðislega skipu-
lögð félög, þar sem mikilvægar ákvarðanir voru teknar á
félagsfundum með almennri atkvæðagreiðslu. Þau voru
stofnuð til að vernda eða bæta kjör verkafólks hvert í
sinni grein, og í þeim voru þeir, sem seldu vinnuafl sitt
og tóku laun í staðinn. Eftir því sem næst verður komizt,
voru á þriðja hundrað félagar í þessum stéttarfélögum.
Skósmiðafélögin tvö, Trésmiðafélagið, Járnsmiðafélagi'ð
og Múr- og steinsmiðafélagið teljast ekki hrein stéttar-
félög, þar eð innan vébanda þeirra voru bæði meistarar
og sveinar, (þ. e. vinnukaupendur og vinnuseljendur), þó
að þau væru hagsmunasamtök í ákveðnum iðngreinum og
hefðu mörg hin sömu einkenni og hrein stéttarfélög. Önn-
ur hagsmunasamtök, sem minnzt hefur verið á, höfðu og
svipmót stéttarfélaga, og sum voru undanfari að stofnun
hreinna stéttarfélaga.
Stéttarfélög þessa tímabils komu ekki fram, svo að séð