Saga - 1969, Page 107
UPPHAF ISL. VERKAL'S'ÐSHREYFINGAR 103
9. október, en honum ritstýrði Þorsteinn Erlingsson. Um
áramótin 1897 hóf síðan ísland Þorsteins Gíslasonar að
koma út. Með þessum blöðum kvað við nýr tónn í íslenzkri
blaðamennsku. Lögð var ríkari áherzla á almennar fréttir,
en einnig tóku ritstjóramir upp umræður um ýmis félags-
leg viðfangsefni og almenn þjóðfélagsmál. Öll þessi þrjú
blöð láta málefni verkamanna til sín taka. Áður hefur ver-
ið drepið á afskipti Bjarka af „öreigamálum", en þáttur
Dagskrár er ekki minni. I 29. tölubl. Dagskrár birti rit-
stjórinn forsíðugrein, er bar heitið „Félagsskapur verka-
manna“. Hann bendir á, hvernig auðurinn hafi hingað til
verið „æðsta yfirvald vorra tíma“. Hann lýsir eðli þessara
samtaka, sem enn voru „nær því óþekkt“ hér á landi, og
segir þau „miða að því að varðveita einstakan verkamann
eða iðnaðarmann gegn samkeppni eða undirboði stéttar-
bræðra sinna og um leið að halda uppi réttu hlutfalli milli
þess hagnaðar, sem vinnuveitandi hefur, og þeirra launa,
sem hann geldur fyrir vinnuna“. Hann sýnir iðnaðarmönn-
um fram á, að ekki nægi að hafa einn félagsskap fyrir alla
iðnaðarmenn, heldur verði „steinhöggvarar, jámsmiðir,
trésmiðir, skóarar o. s. frv. hverir um sig að hafa félags-
skap með sér. Sama er að segja um þá verkamenn, sem
ekki hafa lagt neina sérstaka handiðn fyrir sig, svo sem
sjómenn.“ Hann varar þá einnig við að spenna bogann of
hátt, en telur þó vart hættu á því hér. Hann elur þá von í
brjósti, að þá komi „nýr og betri félagsandi fram“, og segir
að lokum:
's „Ef verkamennirnir færu að halda saman, mundu auðmennirnir
vanda sig betur og græða það á dugnaði og fyrirhyggju, sem þeir
vinna nú á ódýrleik allra starfsmanna við framleiðslu og iðnað.
Og því fyrr sem félagsskapur verkamanna byrjar, því fyrr kemst
hinn starfandi, arðberandi kraftur í þjóðinni til þeirra valda, sem
honum ber með réttu, jafnt hér eins og annars staðar í heimi“.i8i
Þetta mun vera fyrsta hvatningargrein til íslenzkra verka-
Wanna um að stofna samtök, og Einar tekur afstöðu með
þeim í kjara- og stjómmálabaráttu þeirra. Er hann einnig