Saga - 1969, Page 109
UPPHAF ISL. VERKALÝÐSHREYFINGAR 105
Séra Matthías Jochumsson ritar um líkt leyti í Stefni
um brezka skáldið og sósíalistann William Morris, er verið
hafði hér á landi árið 1867 ásamt Eiríki Magnússyni og'
rætt m. a. við Matthías. Matthías hafði einnig oft heim-
sótt hann í Bretlandi, og í eftirmælunum segir Matthías
frá samtali við hann: „Já, og ekkert land undir sólunni
sagði Morris ætti hægar með að koma honum (þ. e. sósíal-
isma) á en þið íslendingar. Þið hafið af engu að sjá nema
kotunum og þúfunum. ... en orð hans eru nú mín eigin
skoðun, þótt ekki sé mitt færi, og hafi aldrei verið, að
rökstyðja hana. Spyrjum að leikslokum.“105 Ástæðan til
þess, að Matthías minnist þessa samtals, var grein eftir
Séra Guðmund Guðmundsson frá Gufudal, þar sem hann
hafði fitjað upp á því nýmæli, að „allar jarðir í hreppi
hverjum ættu helzt að vera eign sveitarsjóða... mundi
þar með lagður sá grundvöllur undir félagshagsæld þjóðar
vorrar, að ekkert land á nú slíkan.“1GG
Haustið 1897 birtist greinaflokkur í Stefni undir dul-
nefninu „Haukur", sem nefnist: „Nokkur orð um sam-
vinnu og sameign eða hugleiðingar um jafnaðarmennsku
og sveitastjómargalla“.1G7 Ræðst höfundur þar á hrepp-
ana og fátækraframfærsluna og telur hana gott dæmi um
framkvæmd jafnaðarmennsku hérlendis.
Þegar ísland hóf göngu sína, birti það fréttir af stofnun
Verkmannafélags Seyðisf jarðar. f nóvember sama ár ritar
Þorsteinn Gíslason grein, er hann nefnir: „Um félagsskap
og1 blaðamennsku“. Þar hvetur hann blaðamenn til að
stofna „atvinnufélög“. Hann greinir frá nauðsyn þess, að
til séu félög til að gæta hagsmuna manna í hverri atvinnu-
grein: „Þau heita á dönsku „Fagforeninger“, en á íslenzku
Wætti kalla þau atvinnufélög. Þess konar félagsskapur er
nú á dögum orðinn nauðsynlegt skilyrði fyrir þrifum hverr-
ai' atvinnugreinar sem er. Hann fer í sömu átt og jafn-
aðarmennskan: að gera hvern einstakling háðan félags-
úeildinni til sameiginlegra hagsmuna".168 Athyglisvert er,
að bæði Einar Benediktsson og Þorsteinn Gíslason líta a