Saga - 1969, Page 111
UPPHAF ISL. VERKALÝÐSHREYFINGAR 107
mennsku úti á íslandi, þar sem þjóðfélagshættir auðvalds-
skipulagsins voru að halda innreið sína og landsmenn
væntu sér velmegunar og nýrra gæða af þeim. Þó verður
vart áhrifa frá jafnaðarmennskunni í kvæðum Þorsteins
Erlingssonar, sem birtust í Eimreiðinni 1895 og Þyrnum
1897, og Einar Benediktsson ritar þá fremur um hann
sem skáld jafnaðarmennskunnar og æskustöðvanna en sem
formsnilling171. Einar skáld birtist aftur á móti í fyrstu
bók sinni „Sögur og Kvæði“, sem út kom árið 1897, sem
boðberi tækniframfara og verkalýðshreyfingar. Steingrím-
ur J. Þorsteinsson prófessor hefur bent á, hve mikill al-
þýðusinni Einar var á þessum árum, og segir kvæðið
„Skútahraun“ (frá vetrinum 1893—94) vera „beinlínis
sósíalistiskt kvæði“ og bendir á bréfaskipti Einars við
Pétur Gauta, þar sem vart verður áhuga Einars á jafn-
aðarmennsku.172 Áður hefur verið sagt hve nærri hann
stóð alþýðunni í Dagskrá, og annar hluti fslandsljóða hans
átti eftir að verða baráttusöngur verkamanna.
En þeir, sem voru hvatamenn að stofnun verkamanna-
félaga á fslandi og tóku málstað verkalýðsins í réttinda-
baráttunni á síðasta áratug 19. aldar, voru á öndverðum
meiði í sjálfstæðisbaráttunni. Skúli Thoroddsen og Þor-
steinn Erlingsson studdu Valtýskuna, Einar fylgdi Bene-
diktskunni, en Þorsteinn Gíslason hafði boðað algeran skiln-
að við Dani í blaði sínu. Skýra má flokkaskiptinguna á
eftirfarandi hátt, ef atvinnumálin eru lögð til grundvall-
ar. Valtýingar vildu reyna að ná málamiðlun í stjórnar-
skrármálinu, fá hlé um stundarsakir til að treysta undir-
stöðu efnahags þjóðarinnar, hefja tæknibyltingu og gera
þjóðina á þann hátt séð sterkari í viðureigninni við Dani.
Benediktskan taldi aftur á móti þjóðfrelsi hinn eina varan-
lega grundvöll framfara.
Ekki verður séð af starfsemi stéttarfélaga fram til 1901,
að þau taki ákveðna afstöðu í íslenzkum stjórnmálum. Fé-
lögin sjálf taka ekki þátt í stjórnmáladeilunum, og forystu-
menn þeirra er ekki að finna í fylkingum stjórnmála-