Saga - 1969, Page 113
UPPHAF ISL. VERKALÝÐSHREYFINGAR 109
Stefnis á þessum tíma. Auk þess koma fyrstu þækur Einars
Benediktssonar og Þorsteins Erlingssonar út árið 1897, en
mörg kvæðanna höfðu birzt áður. Einkum er grein Einars
Benediktssonar, „Félagsskapur verkamanna", líkleg til að
hafa haft áhrif í þá átt, að farið er að stofna þessi félög 6
mánuðum síðar, og þá einkum á prentara í Reykjavík. En
þessar auknu umræður og stofnun þriggja stéttarfélaga ár-
ið 1897 gera það ár að viðburðaríku ári í sögu íslenzkrar
verkalýðshreyfingar.
Þótt andlegar hræi'ingar kæmu fram í lok aldarinnar,
sem stuðlað gátu að stofnun samtaka verkafólks, skiptu
samt hin efnalegu kjör verkafólks miklu máli um það, hvort
stofnun stéttarfélaga væri möguleg.
Skortur á tölfræðilegum upplýsingum um kjör verka-
fólks og verðsveiflur í þjóðarbúskapnum á tímabilinu valda
erfiðleikum við rannsókn á sögu þess og áhrifum efna-
iiagslífsins á einstaka þætti hennar. Ætla má, að árferði,
nýir framleiðsluhættir, verðlag, launakjör og eftirspurn
eftir vinnuafli hafi haft áhrif á stofnun og starf stéttar-
félaga. Stofnun hagsmunasamtakanna um 1887 þarf þó
ekki margbreyttra skýringa. Þar áttu í hlut tveir fámennir
hópar iðnaðarmanna, sem óttuðust atvinnuleysi. En sveifl-
ur í atvinnulífi þjóðarinnar ollu miklu ójafnvægi á af-
komu sjómanna og verkamanna, og það gat hafa haft áhrif
á viðbrögð þeirra, er afkoma útflutningsatvinnuveganna
versnaði. Mikill munur var á tveim síðustu áratugum 19.
aldar. Á þeim fyrri fékk landsfólkið áþreifanlega að finna,
að það bjó í harðbýlu landi. Yfir gekk einn mesti harðinda-
bálkur í sögu þjóðarinnar. Vonleysi greip um sig, land-
flótti til Vesturheims seinkaði framþróun, og landsmönn-
um fækkaði á áratugnum. Umskiptin urðu fyrst árið 1893.
Landflóttinn minnkaði og stöðvaðist brátt, bjartsýnin
jókst og atvinnuleysið minnkaði, fólkinu. fjölgaði, einkum
við sjávarsíðuna, og verklegar framfarir jukust til muna.