Saga - 1969, Page 116
112
óLafur einarsson
vald yfir verkafólki og gerði það fjárhagslega ósjálfstætt.
Á meðan svo var, átti verkafólk erfitt með að krefjast
kjarabóta og aukinna réttinda. Alþingi lét og samskipti
verkafólks og vinnuveitenda að mestu afskiptalaus. Þrjú
lagafrumvörp voru samþykkt á þessu tímabili, er snertu
stöðu verkafólks. Það voru farmannalögin 1890, lög um
iðnaðarnám frá 1893 og lögin um kaupgreiðslu í pening-
um frá 1901, en samþykkt þeirra bar vitni um breytt við-
horf þingmanna til réttindabaráttu verkafólks. Auk þess
voru stöðugt til umræðu frumvörp um hjúahald, lausa-
mennsku og vistarbandið, er snertu einkum kjör vinnu-
fólks í sveitum og möguleika þess til að flytjast búferlum.
Á það var bent, hvernig minnkandi afli við Faxaflóa og
verðfall sjávarafurða á erlendum mörkuðum leiddu 1886
og 1894 til samtaka útgerðarmanna um lækkun á launum
háseta, og svars hásetanna var einnig getið. Þar koma
fram bein áhrif árferðis á stofnun samtaka meðal háseta
árið 1894. En slík samtök voru því aðeins möguleg, að
hásetar voru fleiri en áður á hverju skipi og þilskipin gerð
út frá stórri verstöð, en þeir ekki dreifðir og persónubundn-
ir skipstjórum eins og í tíð áraskipanna. Breyttir útgerðar-
hættir og breytt afstaða háseta til útgerðarmanna gerði
hásetum kleift að bindast samtökum og verja kjör sín, er
afli minnkaði og verðfall varð á markaðinum.
En er liægt að skýra stofnun stéttarfélaga árið 1897 út
frá efnalegum forsendum? — Ef höfð er hliðsjón af þróun
íslenzks atvinnulífs og auknum útflutningi á síðasta ára-
tug aldarinnar, sést glöggt, að atvinna hefur aukizt í land-
inu. Aftur á móti höfðu Ameríkuferðirnar dregið úr fram-
boði á vinnuafli. Mikið vinnuafl var raunar bundið við
landbúnaðinn. Aðstaða verlcafólks til samtaka gegn vinnu-
veitendum er erfiðust á tímum atvinnuleysis, þegar verka-
menn gera allt til að fá vinnu og undirbjóða jafnvel hver
annan, en það einkennir einkum samtakalaust verkafólk.
En þegar skortur er á vinnuafli, batnar aðstaða þess, og
dirfska eykst. Einnig losna tök kaupmanna á verkafólki. I