Saga - 1969, Page 117
UPPHAF ÍSL. VERKALÝÐSHREYFINGAR 113
blöðunum frá þessum árum kemur fram, að verkafólksekla
var í landinu, og vildu sumir kennar vistarbandinu um.
Blað Jóns Ólafssonar, Nýja Öldin, lét þetta mál til sín taka.
Þar segir í ársbyrjun 1898, að „Það hefir enginn atvinnu-
skortur átt sér stað í Reykjavík í haust né vetur og ekki
útlit fyrir annað en að komandi ár verði enn meiri eftir-
spurn eftir vinnuafli en verið hefur.“180 Og um sumarið
áréttar blaðið þetta og ræðst á hjúahald, sem það telur
eins konar þrælahald, sem hindri, að vinnuaflið dragist að
arðbærustu atvinnuvegunum.181 Um haustið ritaði Fjall-
konan, að jafnvel þyrfti að flytja inn vinnuafl.182 En
Nýja Öldin telur enga verkafólkseldu, ef verkafólk „kynni
að hagnýta sér rétt atvinnufrelsið (lausamenskuna), og
muni þetta von bráðar lagast við reynsluna".183 Þessi skrif
sýna, að atvinna hefur aukizt árið 1897, en atvinnuleysi
yfir vetrarmánuðina horfið árið 1898 og eftirspurn aukizt
eftir vinnuafli. Á Akureyri og Seyðisfirði var atvinna einn-
ig góð árið 1897, verklegar framkvæmdir meiri en áður og
framfaraviðleitni mikil. Aukin atvinna um þessar mundir
hefur eflaust auðveldað verkamönnum að reyna stofnun
samtaka og aukið áræði þeirra að ganga í samtökin. Þeir
hafa getað hagnýtt sér hin hagkvæmu skilyrði, er sköpuð-
ust við aukna eftirspum eftir vinnuafli árið 1897.
Aukin blaðaskrif um félagsskap verkamanna og hag-
kvæmar ytri aðstæður hafa því lijálpazt að við að gera
mögulega stofnun samtaka meðal verkafólks á síðustu ár-
um 19. aldarinnar. Án landnáms nýrra framleiðsluhátta,
myndunar bæja og verkalýðsstéttar við sjávarsíðuna og
erlendra áhrifa, sem einstakir forystumenn höfðu orðið fyr-
b', eða blaðaskrifa, sem kynntu verkalýðshreyfingu, — án
þessara forsendna hefðu ekki risið upp stéttarsamtök á
íslandi fyrir aldamótin 1900.
8