Saga - 1969, Síða 132
Magnús Már Lárusson:
SagnfrϚin
(Flutt á ráðstefnu Vísindafélags Islendinga 1968 og var lokaerindi).
Það er mjög svo eftirtektarvert, að erindi þau, er hér
hafa verið flutt á ráðstefnu Vísindafélags Islendinga, hafa
verið byggð á sagnfræðilegri framsetningu, hvort heldur
um hugvísindi eða raunvísindi hefur verið að ræða. Ætti
þetta að sýna, hversu mikilvæg undirstöðugrein sagn-
fræðin er og nauðsynleg, svo að menn, vísinda- og fræði-
menn eins og allir aðrir, verði að þekkja að einhverju leyti,
meira og minna, þær reglur, sem stjórna fræðigrein þess-
ari. Aðalreglan var sett fram hérlendis fyrir um 848 ár-
um, er Ari fróði ritaði í formála Islendingabókar: „En
hvatki er missagt er í fræðum þessum, þá er skylt at hafa
þat heldr, er sannara reynisk." Þessi orð hafa svo sannar-
lega verið notuð í tíma og ótíma, en nú í dag er leyft að
flytja þau með nokkrum alvöruþunga. Svo eru tilviljanir
mannlegs lífs einkennilegar, að nú, er Vísindafélag Islend-
inga fagnar hálfrar aldar tilveru og þjóðin endurfengnu
fullveldi að loknu sama tímaskeiði, þá eru liðnar níu aldir,
að öllum líkindum, frá fæðingu þessa manns, sem að venju
er talinn upphafsmaður íslenzkrar sagnfræði, þótt eflaust
standi uppi með honum aðrir, þekktir og óþekktir, sem
gerðu honum kleift að setja saman ritling um sögu íslend-
inga frá upphafi og fram til 1118. Það má ekki láta þessa
ógetið á ráðstefnu þessari, er Vísindafélag íslendinga gerir
sín reikningsskil. Ari Þorgilsson er látinn fyrir 820 árum,
en hann lifir og mun lifa í íslenzkri sagnfræði, enda þótt
endurmat á fyrra skilningi manna á hinni stuttorðu fram-
setningu hans, ritaðri í steinstíl, sé fullkomlega réttlætan-
legt. Það rýrir ekki verk hans.
Þegar rætt skal um ástand og liorfur innan sagnfræð-