Saga - 1969, Qupperneq 133
Sagnfræðin
129
innar, er mikill vandi á höndum. Ástandi er svo háttað,
að hætta er á, að gífuryrði og rakalausar staðhæfingar
gætu leikið lausum hala. Er hollt að hafa alvöruorð Ara
í huga, en við þau má bæta framsetningu franska sagn-
fræðingsins Pierre Lanfrey: „1 dag er eigi gerlegt lengur
fyrir sagnfræðing að vera þjóðlegur í þröngri merkingu.
Föðurlandsást hans er einfaldlega sannleiksást. Hann er
hvorki maður sérstakrar þjóðar, né heldur sérstaks lands.
Hann er þegn allra landa og talar í nafni allrar siðmenning-
arinnar.“ Nú skal tekið fram, að orð þessi voru færð í letur
fyrir einni öld. En hér, í því ástandi, sem um verður laus-
lega fjallað, eiga þau ágætlega við, — að mínu mati.
Sagnfræðin er stórkostlegt fyrirbrigði. Hún er reyndar
víðtækasta fræðigreinin, er ráðstefna þessi fjallar um.
Hún fjallar um allar gerðir og hugsanir mannsins, svo
langt sem rakið verður aftur í tímann, en eigi um það eitt,
sem stafar út frá manninum, heldur einnig um allt það, er
stafar e'ða beinist að manninum sjálfum. Hún fjallar um
umhverfi og aðbúnað mannsins, sjúkdóma, neyð og gleði,
eldgos, jökulhlaup, lýs og taugaveiki,, — sveiflur allar, er
með einum og öðrum hætti taka til mannsins og lífs hans,
hingað til á þessum hnetti, en er nú á góðri leið að færast
út í geiminn. Fræðigreinina má vel setja innan ramma
raunvísinda, þar eð hún byggir niðurstöður sínar á athug-
unum og flokkun á staðreyndum og reynslu, en hún er að
því leyti frábrugðin, að sagnfræðingurinn sem maður verð-
ur að víkka svið sitt og þekkingu, — fara út fyrir sjálfan
sig, — svo að hann geti farið aftur til liðinna tíma laus við
fordóma og sérstök áhugamál sinnar eigin aldar og komið
þaðan eins og frá óþekktu landi til að færa samfélagi sínu
skýrslu hleypidómalausa um það, sem hann hefur orðið
áskynja, og sú skýrsla þarf að vera svo úr garði gerð, að
hún í senn verði samfélögum hans skiljanleg og framsetn-
ing hennar svo sönn, að hún standist gagnrýni. Er þetta
mesta ofraun og er varla sú fræðigrein önnur til, er gerir
.lafnmiklar kröfur. Hin mikla skrásetning og þá einnig
9