Saga - 1969, Page 134
130
MAGNÚS már lárusson
skrásetning á liðnum framsetningum annara fræðigreina
— gerir að verkum, að allar fræðigreinar verða að hafa
stuðning af framsetningu og forðabúri sagnfræðinnar. Þótt
fúslega skuli játað, að sagnfræðin hafi einnig stuðning
af lifandi fræðigreinum, áður en niðurstöður þeirra hafa
skrásettar verið eða þó þær séu e. t. v. svo nýlega skrásett-
ar, að sagnfræðin hafi ekki komizt til að fjalla um þær.
Ættu þessi inngangsorð að sýna og sanna, að eigi er á
eins manns færi að grípa yfir allt fræðasviðið, enda ætti
heitið sagnfræði að vera fleirtöluorð. Tilraunir manna í þá
átt að setja fram heildarkenningar á þessu sviði hafa því að
miklu leyti mistekizt, þótt tilraunir skuli ekki vanmetnar.
Sú mikla spurning getur einnig gert vart við sig, hvort
starf sagnfræðinga hafi einhvern tilgang. Það má jafnvel
spyrja, hvort starf sagnfræðinga geti verið hagnýtt. Þeirri
spurningu má hiklaust svara játandi, þó með þeirri for-
sendu, að mannkindin geti eitthvað lært af fræðslu um
mistök liðins tíma. Um þá forsendu má svo sannarlega ef-
ast oft og tíðum. Hinu er eigi hægt að neita, að sagnfræðin
sýni sífellda framvindu og þróun mannsins, og sé rétt á
haldið, getur hún stundum gægzt undir tjald ókomins tíma
og séð sem í skuggsjá, í óljósri mynd, hvað verða muni.
Næst skal viðfangsefnið þrengt og snúið að sögu íslands
og því ástandi, sem hún er í, og frá horfum í framtíðinni —
á næstu árum. Ástandið er hvergi nærri viðunandi. Þótt
þetta séu orð hörð, má ekki skilja þau sem áfellisdóm. Því
fer fjarri. Þótt hér á undan hafi verið rætt um hinn hug-
sjónalega grundvöll, þá er staðreyndin sú, að sagnfræðin er
á hverjum tíma skilgetið afkvæmi aldarfarsins, háð við-
horfum og áhugamálum samtíðarinnar. Og þar við bætist,
að hagnýtni sagnfræðinnar hefur stundum verið notuð til
að koma hinu og þessu til leiðar. Þekkist þetta frá upphafi
vega menningarinnar, er hún hefur í sífellu verið notuð til
að gera fortíðina gullna og glæsta. — „0 tempores, o mor-
es.“ — Svo hefur og verið hér á landi.
Sagnfræðingar 19. aldar og aldamótaáranna tóku upp