Saga - 1969, Page 136
132
Magnús már lárússoN
1619/20, ákveður hann, að íslenzk mörk skuli hækkuð úr um
217 gr. í um 248 gr., en verð skuli óbreytt. Hér er einfald-
lega um gengisfelling að ræða og ekki nema von, að bænd-
um þætti vigtarvaran rýrna á leiðinni í kaupstaðinn.
Kristján Miiller amtmaður hefur leiðindaorð á sér í ágrip-
um. Það væri því eigi nema sanngjarnt að nefna, að hann
skuli í eiginhandarskýrslu til konungs taka það skýrt fram,
að meirihluti manna hérlendis undir aldamótin 1700 sé svo
til klæðlaus og matarlaus auk annars vanbúnaðar, og beri
út af, hrynji fólkið niður sem flugur. Hann ber fram tillögu
þess efnis að fella niður opinber gjöld af landinu um tiltekið
árabil, geti það orðið Islendingum til styrktar. Þvílíkar
tillögur gerir aðeins sá embættismaður, er finnur til
ábyrgðar. í lýsingum 19. aldar gleymist það grundvallar-
atriði, að Islandi svífur í lausu lofti í stjórnskipan ríkis-
heildarinnar eftir 1814. Var það þó á endanum til þess,
að hinn 1. desember 1918 varð það, sem hann er. En
viðhorf aldamótamanna voru mótuð af hinu nýja frjálsa
smábændaþjóðfélagi, sem sprottið hafði upp úr sölu stóls-
og konungsjarða, að stærð um 31.8% af fasteignum lands-
ins að fornu mati. Það hafði gleymzt, svo og, að um 1700
voru um 85 % af fasteignum landsins í leiguábúð, sem næg-
ir til að sýna djúptækar þjóðfélagsbreytingar. Þessi dæmi
skulu látin nægja, enda eru þau tekin úr réttar-, stjórn-
mála-, kirkju- og hagsögu landsins og eru ábending um,
að ástandið sé ekki gott.
Samt er að rofa til. Nú er endurskoðun hafin. Nöfn
skulu engin nefnd, til þess að enginn verði útundan vegna
yfirsjónar eða skilningsleysis. Náttúrunafnakenningin er
t. a. m. staðreynd, sem taka verður tillit til, þar eð hún
hefur djúptæk áhrif á framsetningu menningarsögunn-
ar. „Ný íslandssaga" er komin fram með fyrsta bindi
sínu, sem um margt er betra í framsetningu en hingað til
hefur birzt. Öflugur vöxtur á sér stáð í útgáfustarfsemi,
og þar eð þegar er búið að fjalla um Handritastofnun Is-
lands, skal vakin athygli á stórkostlegri eflingu Sögufé-