Saga - 1969, Qupperneq 137
SAGNFRÆÐIN
133
lagsins að útgáfum og öðrum þáttum — einnig skuldum
reyndar, sem hafa þau áhrif, að nú er ekki hægt að drepa
félagið niður vegna hins mikla taps, sem ella yrði. — Hins
vegar skal það tekið fram, að þjóðin hefur það sérkenni
að unna þjóðlegum fræðum og sögu sinni umfram margar
aðrar þjóðir og með henni hafa dafnað og dafna enn ágæt-
ir fræðimenn, sem eru eigi lærðir í venjulegum skilningi
þess lýsingarorðs, en eru lifandi í áhuga og brennandi í
andanum og geta oft og tíðum leiðbeint eða jafnvel verið
hinum lærðu til fyrirmyndar og hvatningar. Væri óskandi,
að þessi hneigð þjóðarinnar mætti birtast í auknum stuðn-
ingi við Sögufélagið.
Sé vikið að aðstöðunni til áð vinna úr gögnum, þá hefur
hún tekið ótrúlegum stakkaskiptum á söfnunum síðastlið-
in 30 ár. Vita þeir það bezt, sem þar hafa stundað dorg.
Nú er hreint og fágað, bjart, hlýtt og allt að því hæfilegt
rakastig, svo að mestu er fyrir það girt, að blaðið, sem
verið er að rýna í, verði áð dusti í höndunum. Og augsýni-
legt, að aðstaða verði bætt til stórra muna í náinni framtíð.
Hitt er svo, að löng kennarareynsla hérlendis og erlendis
gerir að verkum að setja verður fram ósk — jafnvel kröfu
— um, að komið verði upp sagnfræðistofnun eins skjótt
og unnt er. Sýnist hilla undir þann möguleika þegar
á næsta hausti, er Árnagarður verður tekinn í notkun,
því að byrja verður smátt og má þar hafa hliðsjón af Ábo
Akademi. Þá gæti sagnfræðin og einkum saga íslands feng-
ið þá aðstöðu og afdrep, sem henni ber, til skipulagningar,
leiðbeiningar og uppörvunar til rannsókna og annars
starfs, sem Háskóla íslands er skylt að stuðla að. Og þegar
nefnd er saga íslands, þá er átt við heildina, ofna úr hin-
um margslungnu þáttum hennar, t. a. m. stjórnmála-,
kirkju-, réttar-, tónlistar-, listasögu. Og áherzla skal lögð
á ættfræði, sem á svo rík ítök með þjóðinni, að skylt er
að stuðla að því, að þessi grein fái sem fyrst viðurkennda
stöðu innan vísindaramma Háskóla Islands. Verði úr stofn-
un þessari, verður hægara að anna þeirri endurskoðun