Saga - 1969, Page 138
134
MAGNÚS MÁR LÁRUSSON
sögunnar, sem óhjákvæmileg er og reyndar hafin. Og ef
til vill kæmist þá skjótt í verk að fá skráða söguna í megin-
atriðum frá heimastjórn til hálfrar aldar afmælis fullveld-
isins; er eigi með öllu vanzalaust, að svo skuli ekki enn vera
orðið. En við engan er að sakast. Mannfæðin og brauðstritið
gerir að verkum, að margt er öðru vísi en ætti að vera.
Eitt skal enn tekið fram, er snertir aðstöðu til fram-
kvæmdar. Nútímatækni getur stuðlað að meiri afköstum.
Einstaklingurinn á ekki lengur að sætta sig við að nota
blað og blek. Afköst má auka með því að nota upptöku-
tæki til að lesa í og láta svo annan aðila hlusta á til vél-
ritunar. Slíkt er óframkvæmanlegt vegna ákvæða og fram-
kvæmdar löggjafar um opinber gjöld, sem viðurkenna
ekki, nógu gagngert, að fræðimennska er með vissum hætti
rekstur, þegar til birtingar heilabrotanna kemur. Fyrir
bragðið eru kjör fræðimannsins lakari en iðnaðarmanns-
ins, þótt fræðimaðurinn sé þjóðfélaginu dýrari í námi og
oft hagnýtari í framkvæmd.
Ef til vill finnst mörgum, að hlutverki sagnfræðinnar
hafi verið ætlað helzt til mikið rými. Þá má benda á það, að
þjóðfélag það, sem vér heyrum til, hefur um aldir verið að
mestu ,,lokað“ þjóðfélag, sem borið hefur gæfu til að skrá-
setja fyrirbrigði sín mjög svo skilmerkilega, þegar á allt
er litið. Og kann könnun á skrásetningunni að leiða í ljós
hagnýta þekkingu á manninum og viðbrögðum hans og
svörum við vandamálum lífsins og kröfum.
Lyktað skal á erindi eftir Heine, svo sem Henry James
gerði 1894 í ávarpi til The American Historical Associ-
ation eftir að hann hafði lýst, hversu þyngri skyldur
myndu hvíla á prófessorum og sagnfræðingum framtíðar-
innar en samtíðar:
Also fragen wir bestandig, / Bis man uns mit einer
Handvoll / Erde endlich stopft die Máuler, / Aber ist das
eine Antwort?