Saga - 1969, Side 140
136
STOFNUN SÖGUVlSINDA
rannsóknum og þeim háskólaráðsafskiptum, sem slíkum
„þversumgreina“-málefnum í stofnun kunna að lylgja.
Tækifæri mun verða annað ár til að segja meira af
fyrirætlun og framkvæmd þessari. Að gefnu tilefni í
nýlegum blaðadeilum vil ég láta það fylgja fréttinni nú, að
Ömefnastofnun, hafin 1969 sem deild í Þjóðminjasafni,
sem lengi hefur efnað til hennar, í samlagi við Handrita-
stofnun fslands um skeið, er ótengd sagnfræðastofnun-
inni.
Þar sem örnefni voru tíðnotuð söguheimild, en rannsókn
þeirra jafnframt meðal vinsælla söfnunar- og getrauna-
efna í samnorrænni málsögu, hættir ömefnafræðin aldrei
að vera „þversumgrein" fremur en t. d. marxísk söguskoð-
un eða miðalda-litúrgík hætta að vera það. Sá, sem þetta
ritar, mundi vilja tengja Þjóðminjasafn með deildum þess
við háskólann sem fyrst, en ekki við sögustofnun né vissa
deild.
Skoðun mín um það er vitanlega hliðstæðuályktun við
þá niðurstöðu, sem Alþingi lögfesti í maí 1969, að tengja
skal sameinað Háskóla- og Landsbókasafn (í húsi við Birki-
mel í háskólahverfi) við H. í. sem heild, og síður en áður
við deildir hans. Systursafnið í hverfinu, Þjóðminjasafn
ásamt örnefnastofnun, er ekkert sagnfræðastofnunarmeð-
færi fremur en bókasafnsreksturinn er það, en tengsl við
H. í. væru góð. Vinnustofnanir kennsludeilda í II. í. ættu,
segi ég, ekki að fá húsrúm og peninga til að gerast „mus-
eum“ og halda hjá sér ávexti mannsaldralangrar söfnun-
ar, svo sem eflaust mun gert í skandinavískum örnefna-
söfnum til dæmis. „Lokað þjóðfélag“ og grúsk inni í ein-
hverri stofnun, sem fær að kaffæra sig í efnismagni, sem
enginn neyðir hana til að skyggnast út fyrir, gætu orðið
hliðstæður, sem minna hættulega mikið hvor á aðra. Opn-
ara þjóðfélag, opnari söguviðhorf, aukin víxlfrjóvgun
milli vísindagreina er háskólakrafa áratugs, sem nú tekur
við.
Björn Sigfússon.