Saga - 1969, Page 143
HVAÐAN VAR DALLA
139
Áskelssonar hnokans landnámsmanns, sonar Dufþaks Duf-
níalssonar Kjarvalssonar Irakonungs, en móðir Skeggja
hét Þórdís, dóttir Þórunnar eyversku og Þorkels bjálfa,
fóstbró'ður Ráðorms. En Arnbjörg dóttir Ráðorms var
móðir Rannveigar konu Þórodds goða, föður Skafta lög-
sögumanns og Þórdísar, móður ísleifs biskups, en Þórdís
var seinni kona Gissurar hvíta. Bendir þetta enn til vináttu
milli Gissurar hvíta og Þorvalds í Ási. Virðist ekki fjar-
stæða að álykta, að Skeggi Ásgautsson hafi verið kvæntur
Þorkötlu Otkötludóttur úr Þjórsárdal og sonur þeirra hafi
verið Þorvaldur í Ási, faðir Döllu, og Gissur hvíti hafi
leitað hinum efnilega syni sínum, Isleifi, kvonfangs hjá
vini sínum og samherja, hinum ættgöfuga höfðingja í Ási.
Ef svo væri, er ættartala Döllu Þorvaldsdóttur þannig frá
landnámsmönnum:
Þorbjörn laxakarl
Þorgils
Otkatla
Þorkatla
Þorvaldur
I
Dalla
Áskell hnokan
Ásmundur
Ásgautur
Skee-sfi
Getur þetta allt vel staðizt tímans vegna.
Þetta varpar einnig ljósi á samband ísleifs biskups og
Gissurar sonar hans við Jón biskup helga. Því Landnáma
segir, að Þorgerður Egilsdóttir, móðir Jóns biskups, hafi
verið dóttir Þórlaugar dóttur Þorvalds Skeggjasonar í Ási.
Sé tilgáta mín rétt, hefur kona Isleifs biskups verið ömmu-
systir Jóns og þeir Gissur biskup og Jón biskup skyldir
að öðrum og þriðja. Ætla má, að hæfileikar Jóns hefðu
einir nægt til, að ísleifur héldi honum til mennta og Gissur
nefndi hann til biskups, en varla hefir það verið verra,
ef auk þess voru tengdir og skyldleiki.