Saga - 1969, Page 144
Einar Bjarnason:
Undanþágur frá banni viö hjónabandi fjór-
menninga að frœndsemi eða mcegðum
í kafólshim sið á Islandi
Þorleifur, sonur Björns hirðstjóra á Skarði Þorleifs-
sonar og k. h. Ólafar Loftsdóttur á Möðruvöllum í Eyja-
firði Guttormssonar, hefur væntanlega verið fæddur ná-
lægt 1435. Um 1460 tekur hann saman við Ingveldi dóttur
Helga lögmanns Guðnasonar og k. h. Kristínar Þorsteins-
dóttur lögmanns Ólafssonar. Árið 1478 höfðu þau Þor-
leifur og Ingveldur átt 13 börn saman,1 og allt bendir til
þess, að þau hafi búið svo saman sem þau teldu sig lögleg
hjón. Þau voru bæði af helztu höfðingjaættum landsins,
bæði auðug, og að sjálfsögðu hefur þeim verið umhugað
um, áð fé þeirra rynni til barna þeirra í arf. Löglegan
hjúskap, sem gerði börn þeirra skilgetin og arfbær í fyrstu
erfð, gátu þau hins vegar ekki gert vegna ákvæða kirkju-
laganna um það, að fjórmenningar að frændsemi eða
mægðum eða nánari mættu ekki eigast2.
Fjöldi prentaðra heimilda skýrir frá því, að þau hafi
verið fjórmenningar að frændsemi Þorleifur og Ingveld-
ur, en ein, sem ekki hefur verið gefinn gaumur, en telja
verður þó örugga, bréf Gauta erkibiskups í Niðarósi, dags.
26. september 1478 í Björgvin, ségir: „. . . . en tho at thaw
ære skyld j fiorde lidh uppa badhe sidhor. . . .“3. Sam-
1 D. I. VI, 167.
2 D. I. II, 31.
3 D. I. VI, 162—163. Texti fornbréfasafnsins er hér stafréttur, en
ekki er frumrit erkibiskupsbréfsins varðveitt.