Saga - 1969, Side 147
UNDANÞÁGUR FRÁ BANNI
143
fyrir því, að efni hans sé rétt og að þau Einar Ormsson
og Sesselja Þorsteinsdóttir hafi verið fjórmenningar að
frændsemi á þann hátt, sem í honum segir. Bæði er það,
uð varla hefði hann annars verið varðveittur í uppkasti
þessu, og af öðrum skjölum, sem til eru, má ráða, áð þau
Einar og Sesselja hafi vitað meinbugi á hjónabandi sínu.
Eitt skjala þeirra, sem bera vitni um það, að Einar Orms-
son taldi börn sín ekki arfbær, auðvitað vegna þess að þau
væru ekki skilgetin, er testamentisbréf, sem til er í eftir-
riti og prentað er í V. b. fornbréfasafnsins, bls. 568—570.
Bréfið ákveður stórgjafir til handa börnum hans, Ormi,
Þorsteini, Guðrúnu, Kristínu, Ragnhildi og Helgu, sem
setla má að séu börn hans og Sesselju, og einnig dætrum
hans, Ingibjörgu og Margréti, sem sennilega munu ekki
vera dætur Sesselju, vegna þess að þeirra hlutur er minni
en hinna. Ekki verður annað séð en Einar sé að gefa allar
eignir sínar og ekki einungis löggjafir, sem heimilt var
að ráðstafa, enda biður hann í bréfinu „erfingja sína og
eftirmælendur“, að þeir láti testamentið óbrigðulega hald-
ast í öllum sínum greinum. Víst er af úrskurði Sveins bisk-
uPs, að þau Einar og Sesselja hafa átt börn, sem þau eðli-
lega hafa reynt að láta halda eignum föður síns, þótt mein-
bugir væri á hjónabandinu, og ekki kemur til mála, að þau
hafi verið önnur en hin fyrrnefndu, sem testamentisbréf-
ið nefnir, enda mundi Víðidalstunga, föðurleifð Einars,
varla hafa verið gefin öðru barni hans en því, sem hann
vonaði, að fengi áð halda henni fyrir frændum sínum.
Svo sem fyrr segir, eru gjafir Einars til Ingibjargar og
Margrétar, dætra hans, minni en til hinna barnanna, og
verður af því að ráða, að hann hafi ekki ætlað þeim eins
wikið og þeim, sem hann vildi láta fá svo sem skilgetin
væru.
Einar Ormsson mun hafa gert testamentisbréfið á bana-
heði sínum, og sýnir þáð bæði úrskurðurinn fyrrnefndi og
krafa Lofts Ormssonar, bróður hans, á hendur móður
beirra um Víðidalstungu, sem hann taldi sér til erfðar hafa