Saga - 1969, Page 156
152
EINAR BJARNASON
arra greina, ef ad slijkur frændsemis stiettur hittest
þeirra a mille skylldu þier med þeim dispensera, ad sagt
hiönaband mætte þa saman draga. Enn ef þier ásakid fyrr-
greinda menn um þa hlute, sem þaug giördu audmiuklega
ad bidia Postuligt sæte med vægd og myskun fyrer ad sia
þeirra saluhialp, þvi af rögsemd heilags Pavans, hvörs
Skrifftafödurz geymslu vier höfum med höndum, og hans
sierlegu bode, þvi vær höfum vid hann hier um talad, biöd-
um vier ydur hardlega i kraffte heilagrar hlydne, og under
Banns pijnu, ad þier hlyded og hlyda latid fyrrnefndum
Brefum, ad ei kome þetta kveinsamt kall offtar meir til
Herra Pavans Eyrna, og vær munum ydur med stefnu
lata fram fara i Rom.“
í formála fyrir hinu bréfinu er talið, að það bréf sé
skrifað til enn meiri áherzlu á leyfi Páls og Sólveigar og
hljóti áð vera út gefið eftir að páfa hafði verið gefin til
kynna synjun Magnúsar biskups á hjúskaparleyfinu sam-
kvæmt páfabréfinu, sem dagsett var 20. december 1479.
Ég hygg, að þessi ályktun sé ekki rétt. Hið svonefnda
„síðara“ páfabréf er í engu harðorðara en hið fyrra og í
mörgu mjög líkt orðað sem það. Bréfið frá 20. dec. 1479
getur einnig um leyfisbréf, væntanlega frá páfa eða um-
boðsmanni hans, sbr. orðalagið: . . . „fengu þau nokkur
veizlubréf hér um send yður, herra biskup, eður yðrum
umboðsmanni í andlegum hlutum“, og það hlýtur að vera
það „veizlubréf“, sem Magnús biskup hefur ekki viljað
taka sem góða og gilda vöru, enda væri þá páfabréfin
annars 3, ef fylgt er ályktun útgefanda fornbréfasafnsins.
Fyrsta leyfisbréfið er þá ekki lengur til hérlendis. Að öll-
um líkindum eru báðar þýðingarnar, sú, sem dagsett er
„19 decembris á 9da ári páfadæmis herra Sixti páfa hins
fjórða“, en hún er hið „síðara“ páfabréf, eftir því sem
talið er í fornbréfasafninu (nr. 377 í VI. bindi), og sú, sem
dagsett er „13 calendas januari á níunda ári Sixti páfa
fjórða með því nafni“ (nr. 231 í VI. bindi), þýðingarút-