Saga - 1969, Side 157
UNDANÞÁGUR FRÁ BANNI
153
drættir úr sama frumskjali, sem eflaust hefur veri'ð á
latínu, en í útreikningi á dagsetningunni eftir latneska
textanum hafi skeikað einum degi, og getur slíkt hvern
einn hent. Annað bréfið nefnir að vísu einungis Pál og
Sólveigu, en hitt einnig Orm Jónsson og Ingibjörgu Eiríks-
dóttur, en hafa verður hugfast, að þýðingar þær og út-
drættir, sem hér er um að ræða, munu tekin eingöngu í
því skyni að sanna heimildir eftir bréfum, en ekki til þess
að varðveita sem nákvæmast, orðrétt og tæmandi efni bréf-
anna handa framtíðinni. Hið fyrra heimildarbréf páfa
hefði ekki átt að fela í sér neina áminningu til biskups,
allra sízt svo harðorða, sem hún er 1 nefndum 2 bréfum,
méð því að hún var hvorki réttmæt né nauðsynleg, meðan
enginn vissi annað en að biskup myndi hlýðnast páfaboði.
Bréfið nr. 377 í VI. b. mun því vera rangt ársett í forn-
bréfasafninu og ætti að vera frá 1479.
Nú mætti ætla, að Magnús biskup hefði látið undan og
heimilað hjónaband Páls og Sólveigar og Orms og Ingi-
bjargar, eins og hann hafði heimilað hjónaband Þorleifs
°g Ingveldar, en svo virðist þó ekki hafa orðið. Eggert lög-
niaður Hannesson segir í supplicatiu sinni frá því á árinu
1554 eða 1560,1 að Magnús biskup hafi aldrei viljað gefa
Páli Jónssyni og Sólveigu Björnsdóttur undanþágu, þótt
hann hefði gefið Þorleifi Björnssyni og Ingveldi Helga-
dóttur undanþágu og talið Björn Þorleifsson, son þeirra,
skilgetinn, af því að hann átti systurdóttur hans. Björn
atti Ingibjörgu dóttur Margrétar, systur Magnúsar bisk-
ups, og manns hennar, Páls Jónssonar, og gæti vel verið
kvæntur henni fyrir lát Magnúsar biskups.
Það er ekki hægt að rengja það hjá Eggerti, að Magnús
biskup hafi ekki samþykkt hjónaband Páls og' Sólveigar
°g þá væntanlega ekki heldur Orms og Ingibjargar, ,,þar
eS bann sagði það vera í móti veraldlegu og andlegu lög-
1 D. I. XII, 713.