Saga - 1969, Side 158
154
EINAR BJARNASON
máli hér í landið, að maður skyldi eiga sína frændkonu eða
sifkonu nær eða meir en lög lofuðu í þær mundir, lögbók
og kristniréttur".
Stefán biskup Jónsson úrskurðar í Skálholti 9. maí 1495,
að börn Þorleifs Björnssonar og Ingveldar Helgadóttur
séu skilgetin og arfbær og hjúskapur foreldra þeirra hafi
verið löglegur, og vísar til páfaleyfisins, erkibiskupsbréfs,
konungsbréfs og samþykkis Magnúsar biskups.1
Af prestastefnudómi gengnum í Miðdal í Laugardal 28.
júní 1497 um gjafir Sólveigar Björnsdóttur til sona sinna,
Jóns og Þorleifs, í erfðaskrá, 20 hundruð hundraða af
rúmum 40 hundruðum hundraða, sem hún taldi sig tíunda,
er auðséð, að hjúskapur þeirra Páls og hennar hefur ekki
þá fengið sams konar samþykki sem þau höfðu fengið
Þorleifur og Ingveldur, með því að þá hefði þeir engra
gjafa þurft við, synir Sólveigar og Páls, heldur hefðu þeir
verið einkaerfingjar hennar. Ef þeir hefðu verið það, hefði
engan dóm þurft um gjöfina, og ljóst er, að Stefán biskup
hefur ekki úrskurðað þessi börn skilgetin.
Það kemur hvergi fram í fornskjölum, að Páll og Sól-
veig og Ormur og Ingibjörg hafi haft önnur skilríki fyrir
hjúskaparleyfi en framannefnd páfabréf. Þorleifur hafði
auk páfabréfs konungsleyfi og erkibiskupsbréf með fyrir-
mælum til Magnúsar biskups um að heimila hjúskapinn.
Svo ver'ður því að líta á, að Magnús biskup hafi krafizt auk-
inna skilríkja af Páli og Ormi, væntanlega a. m. k. erkibisk-
upsheimildar, en á þessum viðbótarskilríkjum hafi staðið
af einhverjum ástæðum og því hafi biskup ekki viljað veita
samþykki sitt. Magnús biskup hafði fyrr neitáð að taka
til greina leyfisbréf páfa og konungs, nema erkibiskups-
heimild kæmi, og er eðlilegt að ætla, að það hafi hann enn
gert gagnvart Páli og Ormi.
Engin ástæða virðist vera til að ætla annað en að Magnús
biskup eða Stefán biskup, eftirmaður hans, hefðu alveg
l D. I. VII, 259—260.