Saga - 1969, Síða 161
UNÖANÞÁGUR FRÁ BANNI
157
Ogmundi biskupi í Skálholti um kæru hans á hendur Hólm-
fríði Erlendsdóttur, húsfreyju í Dal undir Eyjafjöllum,
vegna barna Vigfúsar heitins Erlendssonar, lögmanns og
hirðstjóra, bróður hennar, með fyrri konu hans, um það,
að Vigfús hafi „bundið hjúskap“ við Salgerði Snjólfsdótt-
ui', síðari konu sína, og „haldið brúðkaup vísvitandi í fjór-
niennings meinbugum sub crimine adulterii" og enga bót
fyrir gert. Þau Vigfús og Salgerður áttu engin börn saman,
sem lifðu þau, og skipti þessi hjúskapur ekki máli um
erfðarétt, en sektir var börnum hans með fyrri konunni
dæmt að greiða af fé því, sem þeim féll til erfða.1
Svo sem hér að framan er lýst, virðast íslenzkir biskup-
ar lengstum alls ekki hafa viljað skapa börnum þeirra, sem
bundu hjúskap sinn í fjórmenningsfrændsemi eða mægð-
um, skilgetningarrétt til erfða, og er ekki kunnugt um ann-
að tilfelli í þessu efni en rétt barna Þorleifs og Ingveldar
til arftöku sem skilgetin væri, og fékkst biskupsleyfið fyrst
eftir að erkibiskup hafði einnig veitt leyfið. Svo stendur
fram til ársins 1535, eftir því sem kunnugt er úr skjölum,
en þá veitir Ögmundur biskup Þórði Ketilssyni og Sigríði
Jónsdóttur, sem átt höfðu 4 börn saman í fj órmennings-
mægðum, heimild til hjúskapar, sem skapaði börnum
þeirra skilgetningu og erfðarétt samkvæmt því.2 Biskup
segir svo í undanþágubréfinu: „Sakir þess, að föðurleg
forsjá páfalegs valds lætur til þá marga hluti af sínum
mildlegum heitum uppá guðs vegna og þeirra manna nauð-
synja, sem þurfandi eru, sem lögin strengilega ljóslega
^°fa ekki, sem er um hjúskaparband í fjórða, hefur vor
helgasti faðir páfinn unnt og bífalað verðugum föður í
guði, herra Ólafi erkibiskupinum í Þrándheimi, en hans
verðuga náð oss að dispensera um þvílík mál“.
Jón biskup Arason hefur einnig leyft hjúskap í fjór-
menningsmægðum, svo sem sjá má af bréfi gerðu í Hvassa-
1 D- I. IX, 180—181.