Saga - 1969, Page 164
Odd Didriksen:
„Laumingarbréf ‘ Valtýs Guðmundssonar
8, apríl 1896 og svarbréf þingmanna
Þann 8. apríl 1896 sendi dr. Valtýr Guðmundsson, dósent
í íslenzkri sögu og bókmenntum við Kaupmannahafnar-
háskóla og þingmaður Vestmanneyinga, samþingmönnum
sínum öllum, að því er ætlað er, nema Benedikt Sveinssyni
samhljóða prentað bréf um stj órnarskrármál íslendinga.
Skýrði hann þar í trúnáði frá árangri viðleitni sinnar við
stjórnarvöldin að komast að raun um, hvaða stjórnarbót
væri hægt að fá framgengt, eins og á stóð. Hann treysti
sér til að fullyrða, að unnt væri að fá sérstakan ráðherra
fyrir ísland, íslending, sem mætti á Alþingi og gæti farið
heim til Islands einnig á öðrum tímum til að kynnast þar
öllu sem bezt, og hann bætti við, að hús yrði þá byggt handa
ráðherra í Reykjavík. Þessi nýi íslandsráðherra yrði ábyrg-
ur fyrir Alþingi „á öllum gjörðum sínum“, líkt og danskii'
ráðherrar gagnvart Ríkisþingi. Hæstiréttur mundi dæma
í ábyrgðarmálum fyrst um sinn, á meðan hann væri æðsti
dómstóll landsins. Ríkissjóður Dana mundi borga laun ráð-
herrans og kostnað við heimfarir hans. Hins vegar hafði
Valtýr Guðmundsson komizt að raun um, að ekki yrði
framgengt þeirri aðalkröfu fslendinga í stjórnarskrárbar-
áttunni eftir 1874, að ráðherra íslands sitji ekki í danska
ríkisráðinu. En það áleit hann hafa mjög litla hagnýta
þýðingu, þótt „theoretisk" þýðing þess væri mikil. Form-
legs tilboðs um slíka stjórnarbót væri að vísu ekki ao
vænta frá stjórninni, en Valtýr gaf ótvírætt í skyn, að hann
gæti fengið munnlegt umboð frá henni til að skýra Alþing'1
frá þessari afstöðu, ef hann gæti sýnt fram á jákvæðar