Saga - 1969, Síða 165
,LAUNUNGARBRÉF“
161
undirtektir þingmanna um að taka slíkri stjórnarbót sem
lausn stjórnarskrárdeilunnar. Hann staðhæfði enn frem-
ur, að þá mundi stjórnin þegar á næsta hausti sækja um
nauðsynlega fjárveitingu til Ríkisþingsins til framkvæmd-
anna og hinn nýi Islandsráðherra yrði þá væntanlega
skipáður næsta vetur, svo að hann gæti mætt á Alþingi
1897 og lagt fram frumvarp um nauðsynlegar stjórnar-
skrárbreytingar.
í framhaldi af þessu biður Valtýr Guðmundsson þing-
uienn að svara sér bréflega tveimur spurningum, í fyrsta
lagi hvort þeir óski eftir því, að hann reyni að semja við
stjórnina, og í öðru lagi hvort þeir álíti, að hann ætti að
ganga að þeim væntanlegu boðum, sem hann hefur lýst,
>>fyrir þingsins hönd (til reynslu fyrst um sinn)“ og hvort
þeir þá vilji styðja hann með atkvæði sínu, ef hann geri
það. Loks leggur Valtýr áherzlu á, að þetta allt þyrfti að
Vei’a launungarmál fyrst um sinn.1)
Ekki varð bréf þetta lengi launungarmál, enda var hér
um stórviðburð að ræða, sem átti eftir að koma öllu á tjá
°g tundur í íslenzku stjórnmálalífi, eins og vænta mátti,
°g ósennilegt, að sundurleitur þingmannahópur héldi bréf-
inu leyndu.
Pyrstur til að ljóstra upp um málið var Guölaugur Gu'ö-
mundsson, sýslumaður og þingmaður Vestur-Skaftfellinga.
Hafði hann með Valtý Guðmundssyni verið einn aðalmað-
Ul'inn í þingmannahópi þeim á Alþingi 1895, sem sneri
haki við „Benedikzkunni" og lét sér nægja þingsályktun —
>,tillöguna“ — um stjórnarskrármálið. Brást hann nú illa
við, gerði bréfið, þetta „pukurs- éða launungarmál", að
umtalsefni í Isafold, án þess þó að skýra frá inntaki
þess, og lýsti yfir, að þvílíku dytti honum ekki í hug að
gegna.2)Á þingmálafundi Eyfirðinga á Akureyri 2. júlí
las svo Klemens Jónsson, 2. þingmaður þeirra, upp bréf
Valtýs,3) og loks var það birt í heild í Dagskrá, hinu ný-
stofnaða blaði Einars Benediktssonar í Reykjavík, og
Bokkru sfðar í Þjóðólfi.4) Dagskrá upplýsti einnig ári síðar,
li