Saga - 1969, Síða 166
162
ÖDD DlbRÍKSEN
að með bréfi Valtýs hefði fylgt miði til sumra þingmanna,
hinn svonefndi „guli snepill“, þar sem sagt væri, að ekki
yrði landshöfðinginn, Magnús Stephensen, skipaður ráð-
herra.5) „Guli snepillinn" hljóðaði orðrétt:6)
„Þess skal getið, að jeg þori að fullyrða, að landshöfðingi Magn-
ús Stephensen yrði ekki skipaður ráðgjafi, þó til kæmi, og óvíst
hvort hann yrði einu sinni spurður til ráða um það, hvern ætti
að setja yfir hann.“
Þar með var „launungarmál“ Valtýs Guðmundssonar
öllum landsmönnum kunnugt.
Hitt hefur aftur á móti haldizt launungarmál allt til
þessa dags, hverjir og hverju þingmenn svöruðu bréfi
Valtýs skriflega.7) Samt hafa svarbréf þingmanna legið
tiltæk um árabil í bréfasafni Valtýs Guðmundssonar,
skipulega röðuðu á Landsbókasafninu í Reykjavík. Skulu
hér rakin svör þau, sem Valtý bárust við launungar-
bréfi sínu.
Fyrstur manna til að svara Valtý Guðmundssyni varð
presturinn í Flatey, Sigurður Jensson, prófastur og þing-
maður Barðstrendinga. Hann svaraði um hæl, með bréfi
dagsettu 6. maí, daginn eftir að hann meðtók bréf Valtýs.
Hefur hann þann formála á, að jafnvel þó hann hafi
staðið með samþykkt stjórnarskrárfrumvarps Alþingis
áður, þá hafi það ekki verið í von um, að það öðlaðist
staðfestingu, „því að eg er yður samdóma um, að Danir
éða Danastjórn sé sem stendur allt annað en viljug til
að láta undan kröfum vorum um sjálfstjórn". En hann
hefði vonað, að Alþingi með endurskoðun stjórnarskrár-
innar gæti „þvingað stjórnina til að slaka t,il“ og „sinna
því, sem jafnvel í hennar augum hlýtur þó að vera skyn-
samlegt 1 kröfum vorum“, m. a. að „stjórn landsins sér-
stöku mála sé nær oss en verið hefur, svo nálæg oss, að
þingið geti talað og samið við stjórn sína augliti til aug-
litis“. Það hafi alltaf verið ásetningur hans að taka til-