Saga - 1969, Síða 168
164
ODD didriksen
varanlegan frið á milli þjóðanna, þá ætti friðurinn að
byggjast á þeim grundvelli, að Island fái að stjórna sínum
eigin málum“.
Óhugsanlegt finnst honum þó ekki, að hinn sérstaki ráð-
herra, jafnvel þó hann sitji í ríkisráði, gæti orðið nokkru
sjálfstæðari og óháðari en landshöfðinginn, og þar sem
allt er betra en „að standa einlægt í sömu sporunum", er
hann „á því að taka hverju tilboði, sem býðst, í öllu falli
til reynslu fyrst um sinn“.
Sigurður Jensson lofar því að greiða atkvæði á Alþingi
með fyrirkomulagi því, sem Valtýr Guðmundsson hafi lýst,
og álítur rétt að reyna „fyrst um sinn“ þessa nýju stjórn-
skipan og sjá, hvort ekki mætti byggja „nýja og ávaxta-
samari samvinnu milli þings og stjórnar“ á henni. Áfram-
haldandi stjórnarskrárbarátta með sama hætti og áður
væri nú að minnsta kosti orðin „óframkvæmanleg“, ef
stjórnin fengist til að „slaka nokkuð til“. Yrði hins vegar
tilslökun stjórnarinnar óveruleg, þá væri hann sannfærður
um, að „íslendingar ættu að velja annan veg til að leysa
hnútinn“, og hann var sá að „leitast við að sjá um, að Dan-
ir hafi með tímanum engra hagsmuna að gæta hér á
landi, svo þeim geti verið sama, hvernig Islandi er stjórn-
að og hafi enga interesse af að halda lengur í taumana“.8)
Þrátt fyrir áhyggjur af setu ráðherra í ríkisráði Dana
veitti Sigurður Jensson þannig Valtý Guðmundssyni ,carte
blanche', frjálsar hendur, til að semja á þeim grundvelli,
sem lýst var í launungarbréfinu, og hann lofaði Valtý at-
kvæði sínu. Þó ber samþykki hans á stefnu Valtýs fremur
vott um tilhliðrunarsemi en hrifningu. Hin leiðin, að upp-
ræta danska hagsmuni á íslandi, er langsótt, og á meðan
sér hann enga ástæðu til að hafna stjórnskipan, sem gieti
reynzt skárri en sú sem var.
Ekki dró heldur Jón Jensson yfirdómari, þingmaður
Reykvíkinga, lengi að svara Valtý, þó hann væri reyndai'
hikandi. Tæpri viku á eftir Sigurði Jenssyni, 12. mal>