Saga - 1969, Síða 170
166
ODD DIDRIKSEN
þú ferð fram á, að við látum oss nægja fyrst um sinn,
sjerstakan ráðgjafa, með fullri ábyrgð fyrir alþingi
(hvernig það á að samrýmast því, að hann sitji í ríkisráð-
inu, að hann hafi fulla ábyrgð fyrir alþingi, er mjer reynd-
ar ekki ljóst).“ Skorturinn á „virkilegri sterkri eða áhuga-
gæddri stjórn“ kemur æ betur í ljós, eftir því sem „póli-
tískt líf eykst hjer eða alþingi verður meira stórhuga og
framgjarnara“. Þetta mundi gera áframhaldandi stjórn-
arskrárbaráttu enn „ákafari og heitari" en áður, og ein-
mitt þetta ætti að vera „hvöt“ fyrir stjórnina til endurbóta
til þess að gefa ekki íslendingum „vind í seglin“. Stjórn-
in getur bætt úr þessu, ef hún vill, og það er engin ástæða
til að „vorkenna henni, sem hefur öll yfirtökin móti okk-
ur, þótt hún ekki sje búin að negla sjer fyrirfram atkvæði
nógu mörg fyrir einhverju, sem maður ekki einusinni veit,
hvort verður gjört með nokkurri alvöru eða heilleik". En
ef stjórnin kæmi með „praktiskar endurbætur, t. d. þær,
sem þú nefnir, og þær væru ærlega frambornar og
framkvæmdar, þá gæti jeg á hinn bóginn vel kannast
við, að það rynni á mig tvær grímur og svo myndi að
líkindum um fleiri", og að því tilskildu, að íslendingar
sleppti ekki með því neinu af þeirra „historiska rjetti“,
væri það „viðurhlutamikið" að hafna því. Hann er sam-
dóma Valtý í því, að „við værum þá komnir á rekspöl“,
sem gerði næsta fótmál áfram auðveldara, „og framfarir
okkar í þessu einsog fleira verða aldrei öðru vísi en í smá-
stigum“.
I lok bréfsins kemur enn fram, að Jón Jensson hefui'
verið á báðum áttum, hvort hann ætti að svara þegar í stað,
en hann hefur þó ráðið af að draga það ekki.10)
Þótt Jón Jensson svaraði spurningum launungarbréfs
Valtýs ótvírætt neitandi og vildi með engu móti lofa at-
kvæði sínu fyrirfram, var afstaða hans til raungildis til-
lagna Valtýs greinilega jákvæð. Það var aðferðin — hvern-
ig tilboð stjórnarinnar kom fram — sem honum geðjaðist