Saga - 1969, Síða 171
„LAUNUNGARBRÉF" ‘
ekki. Kæmi það beint frá stjórninni, gaf hann í skyn, að
hann gæti fallizt á þessa stjórnarbót.
Hálfu ári síðar tekur hann málið upp aftur í bréfi til
Valtýs. Hann getur þagmælskubrots Guðlaugs Guðmunds-
sonar og segir það sé von hann sé „sár“. Hann hefur sjálf-
ur átalið Guðlaug fyrir það, þegar þeir hittust þá um
sumarið, en Guðlaugur „þóttist hafa gjört það af pólitík“,
til þess að „taka distance“ frá Valtý, í þeim tilgangi að
-,við tillögumennirnir [frá 1895], sem hann þóttist þurfa
að svara fyrir, ekki værum látnir eiga óskilið mál með
þjer“. Þessa pólitík Guðlaugs gefur Jón Jensson ekki mik-
ið fyrir, finnst hún vera „öll tómur hringlandaskapui ,
og honum sýnist „hann enda með því að vera þjer alveg
samdóma í aðalefninu“, aðeins vill hann hafa þrjá íáð-
herra í stað eins.
Jón Jensson vísar frá sér áskorun Valtýs um, að „til-
lögumenn" láti til sín heyra sem allra fyrst, á þeirri for-
sendu að stjórnin hafi enn ekki svarað þingsályktuninni,
það er stjórnin, sem á að taka frumkvæðið og leggja málið
fyrir Alþingi. Staðhæfingu Valtýs um, að stjórnin þyrfti
fyrst að leita til Ríkisþingsins um fjárveitingu, vísar hann
á bug sem misskilningi, og hafi Valtýr það frá stjórninni,
sé það aðeins fyrirsláttur hennar til að hafa hann af séi.
Ef Alþingi væri leyst upp áð undangenginni samþykkt
frumvarps frá stjórninni, þ. e. sérstakri stjórn Islands,
ekki dönsku stjórninni, þá fyrst væri ástæða til að snúa
sér til Ríkisþingsins. Honum virðist sú staðreynd, að Ólaf-
ur Halldórsson, skrifstofustjóri íslenzku stjórndeildarinn-
ar í Kaupmannahöfn, hafi verið einn skæðasti mótstöðu-
uiaður Valtýs í íslendingafélaginu, benda til þess, að
stjórnin sé ekki „mjög hlynnt“ honum, „því varla færi
Ól[afur] annars að ráðast á uppástungu, sem stjórnin
vildi, að gengi fram og væri hlynnt að“. Hann vísar á bug
þeirri röksemd Valtýs, að „tillögumenn“ yrðu að hverfa
aftur að pólitík Benedikts Sveinssonar, ef „tillagan“ bæri