Saga - 1969, Síða 174
170
ODD DIDRIKSEN
samhuga og ýmsir verði hræddir um, að þeir með þessu
muni „selja Dönum landsréttindi vor“, en slíkt finnast
mér öfgar einar og vitleysa“.14)
Valtýr gat eftir þessu talið Jón Jónsson að Stafafelli
öruggan stuðningsmann stefnu sinnar.
í sama mánuði sendir Kristján Jónsson dómstjóri, kon-
ungkjörinn þingmaður, svar sitt. Hann vísar til samþykkt-
ar Alþingis 1895 í stjórnarskrármálinu, sem hann álítur
setja það sem skilyrði fyrir samkomulagi, að „æðsta fram-
kvæmdarstjórn íslenzkra mála“ verði í landinu sjálfu, inn-
anlands, — skilyrði sem sé samkvæmt skoðun „alls þorra
þeirra manna, er um stjórnmál hugsa hér á landi“. Ekkert
bendir til þess, að sú skoðun hafi breytzt „nú upp á síð-
kastið" og Alþingi muni víkja frá henni í náinni framtíð.
Því álítur hann það „varhugavert og óheimilt að gefa
stjórninni . . . í skyn, að vjer íslendingar munum gefa
þessa kröfu upp“. Þetta sé einnig hans persónulega skoð-
un á málinu; án þess áð þessu skilyrði sé fullnægt, sé það
ekki „tilvinnandi“ að leitast við að fá nokkra stjórnarbót.
í fullan fjórðung aldar hafi hann álitið það „aðalkjarna
stjórnarskrármáls vors“ að fá framkvæmdarvaldið („exe-
cutivmagten“) inn í landið. „Af þessu sjáið þjer, hvernig
svar mitt hlýtur að verða upp á spurningar þær, sem þjer
setjið fram í brjefi yðar.“ Jafnvel þó að skoðun hans sjálfs
hefði verið önnur, þá hefði hann ekki „getað þótzt hafa
heimild til að leggja það til, að þjer færuð að semja við
stjórnina á allt öðrum grundvelli en lagður er með tillögu
alþingis [1895] . . .“. Loks leggur hann áherzlu á, að bréf
hans sé „privatissimum“, og bætir við, að honum finnist
það „mjög óviðfeldið og enda ókurteist“, að einn þingmáð-
ur hafi svarað „málaleitan" Valtýs í „ísafold".15)
Eftir að Kristján Jónsson hafði fengið nýtt bréf frá
Valtý, lýsir hann því yfir í bréfi dagsettu 21. október s. á.,
að hann sé „fullkominn opportunisti“ alveg eins og Valtýr,
og því hafði hann verið fylgjandi þingsályktunartillögunni