Saga - 1969, Side 176
172
ODD DIDRIKSEN
valdsins“, sem skórinn kreppir, ekki hvað snertir löggjöf og
fjárveitingarvald. Dómsvaldinu má breyta án stjórnar-
skrárbreytinga, og það þarf sjálfsagt að verða alveg inn-
lent. Stjórnarskrárbreytinga þarf ekki heldur til þess að
breyta ,,executiv-valdinu“; margt mætti laga með konungs-
úrskurðum, og sumt með lögum; en áð því leyti sem stj órn-
arskrárbreytingar væri þörf, er sjálfsagt að krefjast henn-
ar. „Það er kjarni málsins í augum allra hugsandi manna
hjer á landi, — og í þeirra flokki get jeg líklega talið mig.“
í bréfi sínu til Kristjáns hefur Valtýr haldið því fram,
að það sé skoðun stjórnarinnar, að „ráðgjafi geti aldrei
setið í Rvík, nema þar sje ímynd konungs”. Kristján svar-
ar, að sú skoðun sé bæði „juridiskt og politiskt röng“.
„Þó leitað sje með logandi ljósi, finnur maður enga juri-
diska eða politiska, moralska éða constitutionella ástæðu,
er gjöri það fyrirkomulag ómögulegt, eða einusinni óað-
gengilegt,“ og hann hefur enn ekki heyrt „þá ástæðu til-
greinda“. Hann skírskotar í því sambandi til Noregs, þar
sem ráðherrarnir eru í Kristjaníu, en enginn landstjóri
(„stattholder") þar síðan fyrir 1860. „Mismunurinn er
ekki qvalitativ, ekki „Grads-forskjel“ [sic], heldur aðeins
qvantitativ (meiri vegalengd, erfiðari samgöngur).“ En
að sjálfsögðu þyrfti að gera einhverja ráðstöfun um,
hvernig skyldi flytja málin fyrir konung, — slíkum málum
mætti annars fækka til muna. Væri einn ráðherra, yrði
hann einskonar „Reise-Minister“. Væru tveir eða þrír, gæti
einn þeirra „jafnan“ verið við hlið konungs, en þá ætti áð
vera víxltilhögun. Ef ráðherrar væru tveir, ætti sá í
Reykjavík „jafnan að hafa á hendi alla eiginlega ad-
ministration“. Þetta mundi verða „hið einfaldasta og kostn-
aðarminnsta stjórnarfyrirkomulag". En ráðherrarnir ættu
að sjálfsögðu að vera launaðir af íslandi; það er „Uting“,
að Danir „borgi okkar stjórnarherrum", — þeir séu þá
ekki embættismenn íslands, engu fremur en „Ministerinn
fyrir ísland“ og „Departementschefinn í Ministeríinu fyrir
ísland“ séu það. Eins fráleitt væri að láta ríkissjóð kosta