Saga - 1969, Page 177
„LAUNUNGARBRÉF'
173
byggingu ráðherrabústáðar í Reykjavík. „Það mundi verða
nokkurs konar innsigli á okkur fyrir því, að við værum í
ríkisheildinni á borð við Færeyjar, nokkurs konar ein-
staklegt og aparte amt í ríkinu.“ Yrði álitið nauðsynlegt
að hafa landstjóra eða jarl í landinu sem ímynd konungs,
þá væri það íslendinga sjálfra, ekki stjórnarinnar, að
ákveða, hvort þeir vilji „kosta til þess apparats“. Það er
svo augljóst, að það hlýtur að vera „hægðarleikur að koma
stjórninni í skilning um þáð fyrir þá, sem á annað borð
,hafa eyra stjórnarinnar* það er „fullkomlega innlent
mál“.
Að lokum leggur Kristján -Jónsson aftur áherzlu á, að
það, sem hann skrifar Valtý, sé „alveg confidentielt og
privatissimum", og hann bætir við: „ . . . jeg virði við-
leitni yðar mikils og álít starfsemi yðar heppilega, til
þess að halda stjórninni vakandi og láta hana muna eptir
því, að þingsályktunartillagan var ekki alvörulaus orða-
leikur.“lu)
Kristján Jónsson var sem sé enn ekki sammála Valtý,
en virðir viðleitni hans. Hann heldur áfram að ræða málið
við Valtý í þeim tilgangi að hafa áhrif á hann og fram-
vindu viðræðna hans við stjórnarvöldin, og hann vonast
sýnilega eftir því, að tilraunir Valtýs muni leiða af sér
eitthvað jákvætt, en það komi þá beint fram í svari stjórn-
arinnar til Alþingis við tillögunni frá 1895, ekki óbeint í
neinum boðskap Valtýs til þingmanna. Enn -er það eink-
Urn aðferðin, sem honum er ógeðfelld.
I lok júlímánaðar samdi presturinn Jens Pálsson, þing-
raaður Dalamanna, sitt svar. Hann „tracterar“ Valtý fyrst
>>a þeim complimentum", að hugur hans og dugur sé „sann-
arlega viðurkenningarverður“. En allt um það kom hið
>,stórpólitiska þingmannsbrjef“ hans honum óþægilega á
ovart. Hann grunaði þegar í stað, að „frumvarpsmenn"
mundu nota það sem „skeyti á tillögumenn“, og að Valtýr
befði oftreyst drengskap „vissra þingmanna“, og segir