Saga - 1969, Page 179
„LAÚNÚNGARBRÉF‘
175
— geti stjórn og þing Dana framkvæmt án þess að spyrja
Alþingi. Um ábyrgðarlög þyrfti stjórnin hins vegar að
ná samkomulagi við Alþingi. „En því gjörir Stjórnin
ekki það, sem lofað er og henni er skylt og sem hún getur
upp á eindæmi gjört?“ Um þetta vill hann við enga samn-
inga fást fyrirfram.
Lágmarkskrafan er eftir skoðun Jens Pálssonar: „inn-
lendur ráðgjafi með ábyrgð fyrir innlendum landsdómi;
undir honum B skrifstofur með nauðsynlegum skrifstofu-
stjórum, assistentum og skrifurum". Auk þess ráðherra í
Kaupmannahöfn, „Minister hos Kongen“, sem „fyrst um
sinn“ gæti setið í ríkisráði, en hefði ekki annað með „Is-
lands sjerstöku löggjafarmál" að gera en að „afgjöra,
hvort alþingi í því og því tilfelli hefði farið út fyrir sinn
verkahring, og komizt inn á svæði sameiginlegra mála“.
Verkefni þessa ráðherra ætti eingöngu að vera að „tryggja
Það, að löggjöf Islands riði aldrei í bága við ríkiseining-
una“, og ábyrgð hans yrði hin sama og dönsku ráðherr-
anna. Hvort slíkt fyrirkomulag er til annars staðar í
beiminum, veit hann ekki, en heldur að eitthvað svipað
Se í Ungverjalandi. „En nú ætla jeg að fá mjer innan
skamms stjórnarskrárpostillu úr bókasafni þingsins til að
vannsaka þetta betur.“
Jens Pálsson segist láta Valtý uppi þessa skoðun sína
Sem trúnaðarmál. „Sjái jeg við nánari umhugsun og rann-
sokn ófæra agnúa á þessu, fell jeg vitanlega frá því aptur.
^egðu mjer við hentugleika hispurslaust, hvað þjer sýnist
uni það.“
Landstjórafyrirkomulagið vill Jens Pálsson fyrir hvern
niun losna við og segir, að ef næsta stjórnarskrárfrumvarp
Alþingis verði „landstjóralaust", en þó gott og tryggilegt,
Pa væri „ákaflega mikið unnið við þingsályktunartillöguna
1 sumar“. Loks leggur hann áherzlu á, áð stjórnin megi
ekki virða alþingissamþykktina 1895 að vettugi; geri hún
Puð, „þekkir hún ekki sinn vitjunartíma".17)
Þessi tilhögun með tveimur ráðherrum, sem vakti fyrir