Saga - 1969, Síða 181
„LAÚNITNGARBRÉF'
177
stjórnin engan vilja til að „liðka til“ við íslendinga og
„hundsi“ alþingissamþykktina 1895, þá mun afleiðingin
verða sú, að „allur þorri“ íslendinga „verði áður en manns-
aldur sje liðinn kominn til Canada“.
Jens Pálsson lýkur þessu bréfi með því að segja, að
hann hefði ekki neitt á móti Valtý sem ráðherra, „og
margfalt heldur vil jeg í það sæti hvern menntaðan ær-
legan íslending, en en [sic] alls ókunnugan danskan
Rump“. „Færstu nú í ásmegin og keyrðu stjórnina á stað
eitt spor í áttina.“20)
Greinilegt er, áð Jens Pálsson hefur fundið mikla þörf
áð láta í ljósi þjóðernislega réttmæta reiði sína vegna af-
stöðu stjórnarinnar. En þegar öllu er á botninn hvolft,
virðist ágreiningur þeirra Valtýs fremur í orði en á borði.
Af síðara bréfinu er bersýnilegt, að hann væri ekki eins
neikvæður gagnvart tilboði því, sem Valtýr miðlaði, ef
aðeins ábyrgðarmálinu væri komið í örugga höfn. Þegar
alls er gætt, gat Valtýr verið nokkurn veginn ánægður með
svar Jens Pálssonar og frekar talið hann fylgismann en
andstæðing, þó hann væri ekki fús á að binda atkvæði sitt
t.vrirfram.
Með haustinu fékk Valtýr fleiri svör. Nokkur þeirra
komu óbeint. Sýslumaðurinn í Húnavatnssýslu, Jóhannes
Jóhannesson, mágur Valtýs, skýrði honum frá því í bréfi
Jagsettu 13. október, að Þorleifur Jónsson, 2. þingmaður
Húnvetninga, hefði sagt sér „afdráttarlaust,“ að hann
le±ði skrifað Valtý og væri honum fylgjandi. Jóhannes
a±ði einnig talað við 1. þingmann kjördæmisins, Björn
^fússon, og „skildist" honum á honum, að hann væri
’dnálinu ekki fjarstæður, en það kemur í bága við var-
serni hans að binda sig — mjer skildist í nokkru máli —
^llr Ham, og það hafði hann á móti framkomu þinni,
a( þú hjeldir, að þingmenn væru þeir fúsentastar að
mda sig og atkvæði sitt í málinu, áður en á þing
kæmi“.2i)
12