Saga - 1969, Side 185
.LAUNUNGARBRÉF"
181
áhuga á tillögum til stjórnarskrárbreytinga, og þessari
fullkomlega neikvæðu afstöðu hélt hann einnig nú gagn-
vart tillögum Valtýs.
Frá Skúla Thoroddsen fékk Valtýr — eftir ítrekun —
svar, dagsett 23. september, sem sagði mjög lítið. Skúli
efaðist ekki um hinn „einlæga og góða vilja“ Valtýs til að
„hrinda okkar mesta nauðsynja- og jafnframt mesta vand-
væða-máli eitthvað áleiðis". Eins og stendur á hann of ann-
i'íkt til að ræða málið, en lofar bréfi með „Thyru“ 29. sept-
ember, „ef ekki skipast á aðra leið, að ég verði staddur í
Höfn í haust“. Annars vísar hann til Þjóðviljans.27)
Þar hafði hann farið nokkuð neikvæðum orðum um til-
lögur Valtýs. Hann benti á, að krafan um innlenda stjórn,
ein aðalkrafan, væri gefin upp, einnig krafan um, að hin
sérstöku mál íslands skyldu ekki borin upp í dönsku ríkis-
raði. Og fyrir þetta ættu þingmenn að lofa „að hætta allri
órnarskrárbaráttu í brá&“! „Þarna er árangurinn af
.nátthúfu-politík' síðasta alþingis!“28) Þrjú helztu atriðin
1 stjórnarskrárkröfunum eru: 1) engin meðferð á íslenzk-
Um sérmálum í dönsku ríkisráði, 2) innlend stjórn af mönn-
Um> sem eru „búsettir“ á íslandi, 3) a'ð þeir, sem mynda
stjórn, einn eða fleiri, „beri fulla ábyrgð gjörða sinna
kagnvart innlendum dómstóli, helzt auðvitað þannig, að
stjórnin verði „parlamentarisk", sem kallað er, þ. e. sé
•lufnan í samræmi við meiri hluta þingsins í aðal-málum
en þoki ella sæti fyrir öðrum, sem traust hafa þings
0g þjóðar“. En Valtýr Guðmundsson telji, að ekki sé hægt
uð fá hina núverandi dönsku stjórn til að „sinna“ neinu
þessu nema hinu síðasttalda, að „skipa Islending, búsett-'
an í Khöfn, sem sérstakan ráðherra íslands, er mæti á
d þingi, 0g beri ábyrgð á stjórnarathöfninni, líklega þó í
^iög ófullkomnum stýl og meira í orði en á borði“. Pólitík
aKýs er m. ö. o. það, sem „á erlendu máli“ er kallað
»°Pportunisme“ og margir miklir stjórnmálamenn, eins
Hambetta í Frakklandi, hafa fylgt. Þjóðviljinn vill alls