Saga - 1969, Page 187
183
„LAUNUNGARBRÉF"
að af einlægum huga og ást til okkar þjóðar vill starfa
að þj óðmálum vorum, sem sérstakan ráðherra íslands, þá
vil eg styðja að því af einlægni og með mínum beztu
kröptum, að þingið láti sér í þetta skipti lynda að gera
þá eina breytingu á stjórnarskránni, sem útheimtist til
þess, að ráðherrann geti samið við þingið og beri ábyrgð
á allri stjórnarathöfninni, auðvitað helzt fyrir hérlendum
dómi, ef þess er nokkur kostur. — Spurningin um sæti Is-
landsráðherrans í ríkisráðinu sé látin óhreifð, þ. e. sé
óbreytt sama réttarspurningin, sem nú er.“ Ef stjórnin
fullnægi ekki fyrir næsta þing skilyrðinu um skipun sér-
staks íslands-ráðherra, sem sé „óvenzlaður landshöfð-
ingjaklíkunni í Rvík“, þá geti hann „ekki léð fylgi sitt“.
Þetta rökstyður hann á eftirfarandi hátt:
,,Að eg yfir höfuð get gengið að þessari breytingu, sem
bráSabirgða-fyrirkoniulafji, er sprottið af þeirri sannfær-
ingu minni, að hið núverandi ástand sé óhafandi og að
hið ábyrgðarlitla eða ábyrgðarlausa landshöfðingjavald,
sem milliliður milli þings og stjórnar, sé einna tilfinnan-
iegasti ókosturinn; ráðherrann í Höfn veit ekkert, nema það
sem hann fær í embættisbréfum landshöfðingja, eins og
það líka sumt hvað er nú áreiðanlegt, eða hitt þó heldur,
°g frammi fyrir þinginu stendur landshöfðingi eins og
glópur. — Eg hefi sjálfur, eins og þú veizt, fengið smér-
þefinn af þessu góða landshöfðingj avaldi og þekki því
flestum betur, hvílík gróðrarstía rógs og ,nepotisme’s‘ það
er; og svo hefir þeirri ,taktík‘ verið fylgt af M. Steph. og
hans fylgifiskum að slá skuldinni fyrir allt á Khafnar-
stjórnina, láta menn halda, að henni væri að kenna, sem
í i'aun og veru hefir verið Magnúsar verk eða sprottið af
i'öngum og ,tendensiösum‘ skýrslum hans til ráðherrans.
Á slíkum ósannindum, að allt væri ráðherrans verk, en
Áfagnús hefði hvergi nærri komið, flaskaði eg í mínu máli,
°g svona má margt til tína. — Getur mér ekki annað
fundizt, en að málssóknin gegn mér sé bæði sjálfum mér
°S þjóðinni yfir höfuð bending um það, að landshöfðingja-