Saga - 1969, Page 190
186
ODD DIDRIKSEN
sem ráðherra, en sennilega tapa, ef hann gerði það sem
þingmaður.
Um miðjan október sendi Hallgrímur Sveinsson, biskup
og konungkjörinn þingmaður, svar sitt, eftir að hafa ver-
ið lengi „í mikilli óvissu um, hvernig taka ætti í þetta mál,
eins og þáð nú horfir við“. Valtýr hafði þá að nýju skrifað
honum 4. september og — samkvæmt orðum Hallgríms
Sveinssonar — „skýrt nokkuð glöggara en áður afstöðu
stjórnarmálsins, eins og hún kemur yður fyrir sjónir og
hvernig munu fara, ef engar nýjar tillögur eða hreifing-
ar komi frá vorri hálfu“. Valtýr hafði einnig skorað á
hann að svara og fá aðra þingmenn til þess.
Einnig Hallgrímur Sveinsson er sannfærður um góðan
vilja Valtýs og hreinar hvatir í málinu, og hann er fjarri
því að saka hann um landráð eða þvílíkt, alveg eins og
hann álítur það „rangt og ódrengilegt að kasta því fram
fyrir almenning, til misskilnings og grunsemda, sem þér
höfðúð óskað, að væri launungarmál". Hann kannast við
að vera „opportúnist" og álítur, að „í pólitíkinni sé það
því nær óumflýjanlegt“. En honum þykir það „hart og
óviðkunnanlegt“, að stjórnin vilji ekki svara Alþingi
„hreint og beint“ um samþykkt þess 1895, án þess að
tryggja sér fyrirfram, „að þeim boðum, sem hún kunni
að gjöra, skuli verða vel tekið, hversu rýr og fátækleg sem
þau eru“. Hann kann illa við „að þurfa að heyra undir-
tektir og væntanleg svör stjórnarinnar gegnum einhvern
einstakan þingmann“, sem hefur þurft að knýja þau fram.
Einnig gerir hann sér litlar vonir um „notasæla samninga“
við stjórnina, á meðan hún sjái ekki, að íslands-ráðherr-
ann „eigi e/í/ci33) að lúta atkvæðum ríkisráðsins danska“.
I þessu atriði lýsir hann sig samdóma nýlegri grein í „ísa-
fold“ um, að slík viðurkenning frá stjórnarinnar hálfu
hljóti að vera „byrjunin og undirstaðan", „og það því
fremur sem vér í þessu atriði höfum landshöfðingjann með
okkur, en líklega ekki í öðrum atriðum“.