Saga - 1969, Page 194
190
ÓDD DIDRXKSÉN
Bjarnarson], sem lausri getgátu minni í almennum orð-
um, og mér skildist hann raunar vera hvorutveggja sinn-
andi, en þó öllu heldur nefndarstefnu."
f lok bréfsins getur Hallgrímur Sveinsson þess, að Bene-
dikt Sveinsson sé í bænum um þær mundir og kvað vera
„allur á nálum og logandi hræddur við, að eitthvað muni
koma ef til vill frá stjórninni, sem trufli sína óbreyttu
fr[um]v[arps]trássstefnu“. „Ýmsir þingmenn munu orðn-
ir veilir við ,hið óbreytta' áratug eptir áratug. En verði
samkomulag, hefir vesl. B. Sv. glatáð sinni elskuðu posi-
tion! Það væri meira en lítill bagi.“
Bréfinu lýkur Hallgrímur Sveinsson með þessum orð-
um: „Óskandi yður góðs gengis í þessu máli og yfirhöfuð
og fullvissandi yður um, að frá mér skuli ekkert berast út,
kveð eg yður með vinsemd og virðingu . . .“37)
Jón Jakobsson, aðstoðarbókavörður við Landsbókasafn-
ið og 2. þingmáður Skagfirðinga, skrifaði sjálfur til Val-
týs, eftir að biskupinn og Jón Jensson höfðu sýnt honum
bréf Valtýs um kostinu tvo: frumvarp eða samninganefnd.
Hann lýsti sig eindregið með nefnd: „Þegar biskup var
búinn að skýra mér frá báðum kostunum, þá skar eg þegar
upp úr með, að ég mundi verða hinum síðara fylgjandi,
semsé tilboði frá stjórninni um, að sett yrði nefnd, kosin
af alþingi og ríkisþingi, jafnmargir af hvorum, til að semja
um stjórnarskrármálið.“ Hann rökstýður það með því, að
með nefnd væri von um að fá meira en það, sem boðið er
„í frumvarpsleiðinni", en á hinn bóginn væri „lítt hugs-
andi, að hún [þ. e. nefndin] muni hamla því, að sú stjórn-
arskrárbreyting, sem þegar er í boði, fáist“. Auk þess álít-
ur hann, að talsvert auðveldara yrði að „sameina þingið
um þessa samningatllraun en ef smellt væri inn í það
frumvarpi, sem alls eigi leysir aðalhnútinn í stjórnarskrar-
stríði okkar, hvorki þann formella né þann reella (Þvl
loforö um ráðgjafaábyrgð getur beðið sinnar uppfyllia^'
ar í ca. öld, eins og sama heit í hinum dönsku grund-