Saga - 1969, Page 195
„LAUNUNGARBRÉF'
lðl
vallarlögum)“. Þar að auki gæti frumvarpið ekki orðið
rætt á þingmálafundum að vori, „og ég vil fyrir mitt
leyti frábiðja mér að taka definitiva ákvörðun um frum-
varp, sem ég ekki hef haft tækifæri til að bera undir kjós-
endur mínar [sic] og svo munu fleiri þingmenn líta á það
mál“. Hins vegar gæti nefnd ekki „skaðað, heldur miklu
fremur stutt málstað vorn íslendinga, því þá er þó komin
samningatilraun í málinu“. Reyndar býst hann við þeirri
niótbáru frá Benedikt Sveinssyni og „hans ofstækismönn-
Um“, að í og með samningum í nefnd, þar sem helmingur
manna sé kosinn af Ríkisþingi, myndu íslendingar viður-
kenna, að Ríkisþingið „hafi með íslenzka stjórnarskrá að
fjalla“. „En þessi formelli agnúi gildir ekkert í mínum aug-
Um og tæplega fyrir öðrum en hinum pólitísku geldingum
Ben. Sveinssonar, sem einskis virðast óska nema eilífs
>Marscheren pá Stedet' í stjórnarskrárbaráttu okkar.“
Hann vonar því að fá áð sjá tilboð frá stjórninni um nefnd
á næsta þingi og vill taka því.38)
Eftir þessu gæti Valtýr ekki verið viss um stuðning
Jóns Jakobssonar, nema hann sæi um, að fram kæmi tillaga
írá stjórninni um samninganefnd Dana og íslendinga í
stjórnarslo'ármálinu. En hann gat þó haft góðar vonir
Um, áð fyrirlitning Jóns á stefnu Benedikts Sveinssonar
1 málinu mundi leiða hann inn á sína stefnu, jafnvel þó
uMndarleiðin yrði ekki gengin.
*
Við höfum þannig vitneskju um, að 11 þingmenn svör-
uðu skriflega launungarbréfi Valtýs Guðmundssonar frá
apríl 1896. Auk þess bárust Valtý óbeint þrjú svör (frá
borleifi Jónssyni, Birni Sigfússyni og Sigurði Stefáns-
syni), með bréfum frá öðrum, en svör þau voru nánast
Jafngiid beinu svörunum.
Af þessum 14 svörum alls voru einungis tvö hinna beinu
(H'á Sigurði Jenssyni og Jóni Jónssyni að Stafafelli) og
®át hinna óbeinu (frá Þorleifi Jónssyni) eindregið já-
vVæð. Á hinn bóginn voru eingöngu tvö (frá Þórhalli