Saga - 1969, Side 197
„LAUNUNGARBRÉF" 193
að hann hefði einungis látið stjórnast af hugsjónum og
ættjarðarást.42) Út af fyrir sig gæti svar Skúla til Valtýs
komið heim við þá vantrú. Ákveðið skilyrði fyrir fylgi
hans við stefnu Valtýs var trygging gegn því, að Magnús
Stephensen eða nokkur af hans fólki yrði skipaður ráð-
herra. En þessi skoðun, að stjórnarbót yrði að fela í sér, að
valdastöðu Magnúsar Stephensen í íslenzku þjóðfélagi lyki,
hefur verið nokkuð almenn meðal þeirra, sem gerðu sér
vonir um þingræðislega framfarastj órn með stjórnarbót-
mni, og hinum „gula snepli“ Valtýs méð fullyrðingu um,
að svo yrði,43) var ekki eingöngu beint til Skúla Thorodd-
sens. En óhræddastur var Skúli að bera þessa skoðun fram.
Állt frá því að hann hóf stjórnmálaferil sinn, hafði hann,
1 »Þjóðviljanum“ og síðar á þinginu, stundað rökvísa og
harða andstöðupólitík gegn landshöfðingjaveldinu. Vafa-
!aust hafði hún hin síðari ár nærzt ríflega af hinni pólit-
!sku ofsókn Magnúsar Stephensens gegn honum í „Skúla-
uuilinu”, en samt sem áður byggðist hún yfirleitt á traust-
Urtl málaefnagrundvelli. Skúli hafði veigamikil málefna-
rök til að halda því fram, að fyrsta forsenda þess, áð
stjórnarbót yrði meira en orðin ein, væri, að völdin færð-
ust með henni í aðrar hendur. í þessu atriði fóru hjá Skúla
hugsjónir saman við persónulegar hvatir, og ógerningur
er að mæla, hvorar hafi verið sterkari.
Ekki var heldur aðild Skúla Thoroddsens að stefnu Val-
týs eins mikið skyndiverk eða „pólitísk stökkbreyting“44)
°g mönnum gat virzt. Eins og í Ijós hefur komið hér að
úaman,4^) höfðu þeir Valtýr rætt þessa stefnu þegar á
aimu 1894, löngu áður en hún kom opinberlega á dagskrá,
°S Skúli hafði þá alls ekki verið fráhverfur henni. Segja
u^á að Skúli hafi hvatt Valtý til að ná sambandi við yfir-
^ öldin í Kaupmannahöfn, a. m. k. óbeint. 1895 hafði hann
juðaið þá kröfu í „Þjóðviljanum", að Island fengi „full-
Ua , sem túlkaði „mál íslendinga fyrir stjórninni í Höfn
a sjónarmiði þings og þjóðar“ og reyndi að „hamla
UPP á móti áhrifum landshöfðingjans, þar sem þess
13