Saga - 1969, Síða 198
194
ÖDD DIDRIKSÉN
þyrfti“.4C) Ekki var þetta aðeins áróðursbragð, beint gegn
Magnúsi Stephensen. Skúla var full alvara. Hann ger'ði
ráð fyrir þingræðislega ábyrgum millilið þings og stjórn-
ar47) og vildi láta taka málið fyrir á Alþingi. En það er
athyglisverðast í þessu sambandi, að Skúli hafði í huga
ákveðinn mann sem fulltrúa Alþingis í Kaupmannahöfn,
og sá maður var einmitt Valtýr Guðmundsson. „Vildi eg
nú, að þingið tæki upp landsfulltrúa-spursmálið," skrif-
aði hann Valtý fyrir þing 1895, „og er þess ekki að dyljast,
að mér hefir dottið í hug, áð þú gætir tekið þann starfa að
þér, en þetta minnist maðr nú betur á í sumar.“48) Ekki
varð þó úr því að taka málið upp á Alþingi, sennilega vegna
þess að Skúli hafði ekki fengið nægilegt fylgi í málinu í
viðræðum við þingmenn utan þings. En eflaust hefur
þetta orðið Valtý Guðmundssyni hvatning til þeirrar milli-
göngustarfsemi, sem hann skömmu síðar hóf, og traust
Skúla Thoroddsens í því sambandi var ekki lítilsvert.
1) Sjá ýtarlegri úrdrátt úr bréfinu í bók Kristjáns Albertssonar,
Hannes Hafstein, Ævisaga I (Rvík 1961), 194—96.
2) Isafold 6/6 1896; sbr. Kristján Albertsson I, 197 o. áfr. — 1 ísa-
fold 12/9 1896 svaraði G. G. samt tillögum Valtýs, en auðvitað
neikvætt: Þær væru í heild sinni „spor í öfuga átt“, drægju valdið
út úr landinu og gæfu alls ekki fullkomna ráðherraábyrgð, þar
sem hinn danski hæstiréttur átti að dæma ábyrgðarmálin.
3) Stefán Stefánsson kennari 9/8 1896 í bréfi til Valtýs Guðmunds-
sonar. Sbr. Kristján Albertsson I, 198, þar sem sagt er, að þeir hafi
verið tveir, Klemens Jónsson og Jón Jónsson frá Múla, um að
lesa upp bréfið. Stefán Stefánsson sótti sjálfur fundinn. Hann var
hafinn og Klemens farinn að lesa upp bréfið, þegar Stefán korn.
Stefán átaldi einn það tiltæki og lenti í því sambandi í harðri orða-
sennu við Benedikt Sveinsson.
4) Dagskrá 9/7, Þjóðólfur 17/7 1896. Sbr. Kristján Albertsson I, 198.
5) Dagskrá 1/8 1897.
6) Bogi Th. Melsted hefur látið ljósmynda „gula snepilinn1 2 3 4 5 6 7 8 9', og ÞrE
Ijósmynduð eintök eru í bréfasafni hans í Konunglegu Bókhlöð-
unni í Kaupmannahöfn (B. Th. M. s autobiografiske blandinger
og optegnelser III). Sbr. Dagskrá (1/8 1897), þar sem „guli snep-
illinn1 hefur fengið annað orðalag.
7) Sjá t. d. Kristján Albertsson I, 200 og 206.
8) Lbs. 3700, 4to.
9) Auðk. af J. J.